Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 93
UMSAGNIR UM BÆKUR Allt er reiðubúið að draga þig á tálar hversu hörmulega létu menn ekki blekkjast á slíkum stundum þegar œvintýrið virtist opið gott jrjálst og umfram allt dagsatt {1961) I þessum „göldrótta rökkurblæ" er skáld- inu ríkast í huga að láta ekki blekkjast. Bókin er ein heild, bæði að efni og allri hrynjandi; og það ber að mínu viti að líta á hana sem samfelldan ljóðaflokk. Hún skiptist í þrjá hluta sem heita Vegjerð, Að bíða ejtir fregn og Birta. f fyrsta hlutanum eru hik og uggur alls ráðandi og nálgast á stundum örvæntingu: hugurinn reikar staðlaus um lífvana gresjur er mér ofvaxinn þessi hverfuli hugur? — segir í niðurlagi eins kvæðisins. Gatan, fyrsta kvæði bókarinnar, lýsir því að „ein- hver“ er staddur á vegamótum (— „hlið“ með „ryðbrur.num staurum“ og síðan tek- ur við „gatan ný“ —) og slíkt krefst á- kvörðunar sem er erfið því að tímarnir eru viðsjárverðir og framtíðin óviss. En ... óvissan er betri en œvilaung bið og þorsti — og þar sem milljónir bifreiða streyma gegn- um hliðið inn í óvissuna, er freistandi (enda auðvelt) að verða þeim samferða: fáein feimin slökk og skref uppí opið sœti burt — að nema tímann og drekka jjarskann Kvæðið er þannig — hafi ég skilið það réttilega — lýsing á því hvernig einstakl- ingurinn hrífst með straumnum. í þessum fyrsta kafla bókarinnar sér Þorsteinn ein- staklinginn nær eingöngu sem leiksopp og ekki sem hugsanlegan ákvarðanda í fram- tíðarþróuninni. Hér er eitthvað sem á vant- ar; ekki ógrunduð bjartsýni — hún er jafn- haldlítil og örvænting og Þorsteinn forðast hana réttilega —; en e. t. v. ofurlítið meiri baráttumóður, því að ekki er enn allt tap- að og ekkert vinnst með því einu að hrista höfuðið. í síðasta kvæði þessa hluta, Leit, er ákveðnari tónn: Skáldið vill a. m. k. ekki hætta leit sinni. í miðhluta bókarinnar er uggurinn enn Iiinn sami; andrúmsloftið auðkennist af óvissunni og tilfinningunni um eigið van- mætti („að bíða eftir fregn og geta ekkert aðhafzt"); á hinu leitinu er óbugandi ásetningur skáldsins að verða ekki blekk- ingunni að bráð (Við eldana). Hér er einn- ig kvæðið Blóð krefur þig dansari sem ort er í minningu Patrice Lúmúmba. Það er ekki heiglum hent að yrkja af slíku tilefni þannig að úr verði stórbrotinn skáldskap- ur, og lesenda sem er sama sinnis og höf- undur hættir stundum til að taka viljann fyrir verkið. Að mínum dómi hefur Þor- steini hér tekizt að skapa áhrifamikið kvæði um hið blóðuga frelsisstríð nýlenduþjóð- anna sem „krefur okkur um heift“, en jafn- framt — því þrátt fyrir stundarósigra er þó lokasigurinn vís — „um fögnuð“. í lokahlutanum, Birta, er það hóglát sig- urvissa sem orðin er ákvarðandi: Mold Þráttfyrir allt cr þessi brúna glfúpa dýngja hús mikilla sanninda og hver handfylli dýrmœt lausn Þráttfyrir allt: bjartsýnin er að vísu afar varfæmisleg, en þó eindregin. Það er nið- urstaða bókarinnar. Er Lifandi manna land betri bók en 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.