Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 101
UMSAGNIR UM BÆKUR
svífa með frássögn þess, sem víða hafði far-
iS og margt séð. Og svo komu bækur og
blöð, og menn lásu þar um ferðir annarra
og allt þaS forvitnilega, sem þeir sáu á
löngum ferðum, og allt það nvstárlega, sem
þeir urðu áskynja meðal framandi þjóða.
Ferðabækur hafa á öllum tímum verið eft-
irlætisbókmenntir þjóðarinnar, síðan hún
komst í kynni við þær, og á síðustu áratug-
um hafa ferðapistlar verið með því vinsæl-
asta, sem flutt hefur verið á vegum Ríkis-
útvarpsins.
En ferðasögur eru eins og aðrir hlutir
misjafnar að skemmtana- og fróðleiksgildi.
Sfiklu veldur, hvert farið er og frá hverju
hægt er að segja, en hitt veldur ekki minnu,
hvemig frá er sagt. Það er ekki ofmælt, að
Rannveig Tómasdóttir sé allra íslenzkra
ferðalanga kunnust og vinsælust meðal al-
þýðu þessa lands nú til dags. Kynnin við
hana hafa nú staðið alllengi og hróður
hennar aukizt á þessum vettvangi við hverja
ferð hennar, sem hún hefur sagt okkur frá.
Ég má ekki með það fara, hve mörg ár eru
síðan Rannveig vakti fyrst athygli mína og
fleiri með ferðasögum um Vestfirði. Fleiri
hafa trítlað um þær slóðir og þar á meðal
góðkunnir menn fyrir frásagnargleði, en
fleirum en mér munu frásagnir Rannveigar
hafa orðið ánægjulegastar til fróðleiks og
kynna við svipmikið fólk í stórbrotnu um-
hverfi.
I seinni tíð hafa ferðasögur Rannveigar
verið frá löndum handan Atlanzála og
handan allra annarra ála þessarar jarðar-
kringlu. Og fyrir frásagnir frá þeim ferðum
hafa íslenzkir útvarpshlustendur komizt í
æ nánari og hugþekkari kynni við þessa
víðförlu konu, og ferðaþættir hennar eru í
tölu þeirra útvarpsþátta, sem almennt hafa
verið bezt þegnir.
En Rannveig hefur ekki látið sér nægja
Utvarpið eitt til að svala frásagnarþörf
sinni og eftirspum þeirra, sem meira vilja
heyra. Á átta árum hafa þrjár ferðabækur
frá henni komið á markaðinn, og sú síð-
asta, nýútkomin í afmælisútgáfu Máls og
menningar, er tilefni þessar lína. Hver hók
fyrir sig er sjálfstæð heild, en ekki samsafn
ferðaþátta, á sama hátt og hver ferð henn-
ar er greinilega ekki farin eitthvað út í blá-
inn til að sjá eitthvað, heldur til að afla sér
heildaryfirsýnar einhvers ákveðins efnis.
Fyrsta bókin heitir FJARLÆG LÖND OG
FRAMANDI ÞJÓÐIR, og er þá farið til
hitabeltislanda Ameríku, nokkurra Vestur-
Indlandseyja og Mexíkó. Næsta bók heitir
LÖND í LJÓSASKIPTUM, og þá er farið
um Rússland, Kína og Egyptaland. Sú síð-
asta ber heitið ANDLIT ASÍU, og þá er
farið um Indland, Kashmír, Nepal, Ceylon,
Thailand, Kambódíu og Mið-Asíulöndin,
sem heyra til Ráðstjórnarríkjunum. Bækur
þessar eru hver annarri fegurri að útgáfu
og á allan hátt hugþekkir gripir í mörgum
bókaskáp menntaðra alþýðuheimila.
Það er sameiginlegt einkenni allra bóka
Rannveigar, að þær bera það með sér, að
ferð er ekki fyrst og fremst farin til að leita
að sérkennilegu landslagi eða til að státa
af að hafa komið á slóðir, þar sem fáir
aðrir hafa komið. Hún er fyrst og fremst
leit að fólki og hvernig það lifir og hrærist
við menningu og lífsskilyrði, sem óskyld
eru og fjarlæg því, sem við þekkjum, og
f jöll og ár og ásar og gróður og veðrátta og
sögu- og menningarleifðir er aðeins um-
gerð um það mannlíf, sem í dag hrærist á
þessum fjarlægu slóðum. í ferð um Vestur-
Indlandseyjar og Mexíkó eru það fáskrúð-
ugar leifar frumbyggjanna, Aztekanna, sem
hæst ber í frásögninni, glæsileiki fornrar
menningar þeirra og örlög þeirra í hel-
greipum hvítra villimanna. í aðra ferð sína
fer Rannveig til að kynnast alþýðu stór-
þjóða, sem eiga forna gróna menningu,
höfðu búið við kúgun og niðurlægingu
stéttarlega eða þjóðernislega eða hvort
91