Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Side 98
Tímarit Máls og menningar leyfði vissan munað á þeirra kostnað. Þetta hefur síðan verið túlkað sem siðmenning vestursins, sem það og hefur verið. Brezka heimsveldið leysti það rómverska af hólmi - þar settist sólin aldrei, en nú sest hún, rís jafnvel ekki stundum. Sá var munurinn að Brezka heimsveldið tók að arðræna lit- aðar þjóðir. Það lét litarháttinn ráða vali þeirra þjóða sem það arðrændi. Þetta er mjög mikilsvert atriði vegna þess að þegar við höldum áfram tali okkar gefst okkur kostur á að atliuga eitt af lýsandi dæmum síðari tíma. Vegna þess að ykkur hefur tekizt að ljúga til um hugtök hafið þið getað kallað mann eins og Cecil Rhodes mannvin, enda þótt hann í reynd væri morðingi, böðull, ræningi og þjófur. Þið kallið hann Cecil Rhodes mannvin vegna þess að eftir að hann hafði stolið demöntum okkar og gulli henti hann í okkur nokkrum molum svo að við gætum gengið í skóla og orðið alveg eins og þið. Þetta er kölluð mannást. Við gefum því nafn uppá ný. Landið heitir ekki lengur Rhodesía, nú heitir það Zimhabwe. Það er rétta nafnið. Og Cecil Rhodes er ekki lengur mannvinur, hann er kunnur að því að vera þjófur. - Þið megið eiga ykkar Rhodes-skóla, við viljum ekki peningana sem þið pínduð út úr svita fólks okkar. Við skulum færa okkur í nútímann. Ég verð alltaf furðu lostinn þegar hvítir menn segja mér að „framfarir eigi sér stað“. Ég spyr: „Framfarir í hverra þágu? Og fyrir tilverknað hverra?“ Það kunna að hafa orðið fram- farir hjá hvítum mönnum því ég hygg að þeir hafi lítilsháttar lært að um- gangast litað fólk síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. En ég held að það hafi ekki orðið neinar framfarir fyrir svart fólk. Það hafa ekki orðið neinar framfarir fyrir litaðar þjóðir um allan þriðja heiminn. Og hvítir menn geta ekki vegið og metið framfarir fyrir okkur. Við munum þurfa að segja þeim hvenær framfarir verða, vegna þess að framfarir fyrir okkur er að losna við þá, varpa þeim af baki okkar. Það eru einu framfarirnar sem við sj áum. Við skulum tala um friðhelgi menningar, andstæðu uppátroðslu menning- ar, af því að skilgreiningar leiða það af sér. Hvíta vestrinu fannst einhvern- veginn að það væri betra en allir aðrir. Það vekur hjá mér endurminningar frá æskuárum í Vesturindíum er ég las „Byrði hvíta mannsins“ eftir Rudyard Kipling. Mér fannst að það bezta sem hvítir menn gætu gert mér væri að láta mig afskiptalausan, en Rudyard Kipling sagði þeim að bjarga mér, ég væri hálfur villtur og hálfur barn. Þettavar mjög hvítt hjá honum. Vestrið hef- ur beitt ofbeldi til að þröngva allsstaðar eigin menningu uppá þriðja heiminn. Þótt örfáir landnemar yfirgæfu England og færu til Zimbabwe var engin ástæða fyrir þá að gefa landinu nýtt nafn og kalla það Rhodesíu og þröngva 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.