Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 139
„V iS viturn ekki hvort þau haja andlit“ canapé í miðjum leiknum" (205-206); þó hann kunni að virðast langsóttur, finnst mér persónulega sá samanburður einkennilega hnittilegur. Eða mynd- in af fararstjóra í ferðamannabíl: maður öfugur í bílnum með rassinn í framúrstefnuna lotinn með hátalara við holdugar varir einsog í lostafullum atlotum bendir út á vatnið einskonar Júdas Makkabeus að stýra sinni þjóð sem guð hafði kjörið sér meðal þjóða heimsins og allir hausarnir sem höfðu mænt á hann einsog ungar í hreiðri eftir ormi í föðurgoggi eða móður sinnar snerust í einu og einblíndu út á vatnið einsog þeir hefðu hingað til verið í eyðimörk og aldrei komið í vin. (210) Auk myndarinnar af fararstjóranum og ferðamönnunum fáum við þá myndir frá Gamla testamenlinu, frá fuglshreiðri, og frá eyðimörk. Og þetta er síður en svo einsdæmi í þessari sögu, þar sem úir og grúir af óvæntum hugrenn- ingum í hinar ólíkustu áttir. 6 Bókarheitið Fljótt jljótt, sagði fuglinn bendir til nokkurra orða í hinum fyrsta af Four Quartets eftir T. S. Eliot: „Quick, said the bird“. Þetta sam- hand er alveg vafalaust, þar sem bókin er þar að auki með einkunnarorð frá sama stað: „Other echoes / Inhabit the garden. Shall we follow?“ Það er þeirri spurningu sem fuglinn svarar: „Quick, said the bird, find them, find lhem.“ Bók Eliots snýst í heild sinni um hugtakið tima, og ef til vill ber ekki hvað sízt að skoða verk Thors sem tilraun í sömu átt — að hlusta á bergmál úr ýmsum áttum í tímanum, í lífi kynslóðarinnar einsog í lifi einstaklingsins. Vitund mannsins verður að stefnustað allra þessara bergmála, allra þessara radda og mynda, hjá honum verður allt þetta einhvern veginn samtíma: „All time is eternally present", svo að orð T. S. Eliots séu notuð. Á frekar gamansaman hátt lýsir sér áhugi Thors á tímahugtakinu, þegar hann lætur manninn í höllinni óttast að atvik þar inni „færi allt aftur á bak og atburðarásin kúventist“ (77), þannig að t. d. glerbrotin úr viskíflösku sem hafði mölvazt í áflogum „svifu saman fyrir ósýnilegri töfrandi hendi abrakadabra (arbadakarba) og sugu með sér rauðbrúna brunna drykkinn brennda úr pollinum“ (78) á gólfinu. Slíkur leikur vísar auðvitað til kvik- myndagerðarinnar, enda eru kvikmyndir mikilvægur þáttur bæði í hug- myndaheimi og frásagnartækni þessarar hókar. Þessi sami leikur kemur líka fyrir einu sinni enn, einmitt í samhandi við kvikmynd, sj ónvarpsleik þann sem maðurinn var að hugsa um á ferðalagi. Drukknuðu sjómennirnir 9 TMM 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.