Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 25
„... hvernig skal þá Ijóð kveða?“ á ljóðstílinn, svo að hann varð knappari og markvísari en t. a. m. í Eilífð- ar smáblómum. Hér hjálpast margt að, stundum þetta, stundum hitt. Nefna mætti styttingu braglínunnar, aukið hlutverk aðalsetningarinnar, viðurlag í stað útlistunar og orð eða brot í stað heillar setningar. Ótalið er þó hið mikilvægasta í þessu sambandi, hin svonefnda vísun (allusion) sem heillað hefur flest nútímaskáld. Eldri skáldin töldu sér skylt að skýra hverja líkingu og gera hana kennilega, þótt stundum væri sótt nokkuð langt. Módernistinn lætur sér einatt nægja að bregða mynd fyrir augu les- andans án þess að gera grein fyrir af hverju hún sé. Torræðni nútímaljóða stafar oft af því hve lítil áhersla er lögð á viðmiðun líkingarinnar, ótví- ræða myndlausn. I stað hennar vísa skáldin ósjaldan til einhvers fyrirbæris eða atviks úr sammannlegum hugmyndaheimi svo sem frá sviðum sögu, trúarbragða eða bókmennta, og ætla lesendum að bera kennsl á, skírskota m. ö. o. til þekkingar þeirra. Séu kvæði Jóhannesar úr Kötlum, hin eldri og hin yngri, könnuð með þessar tvær aðferðir í huga verður formbylting hans auðsærri en áður. Taka mætti dæmi af meðferð þeirra yrkisefna fjölmargra sem hann sótti í íslenska sögu og bókmenntir fyrr og síðar. Kvæðin í Hrímhvítu móður eru helguð mönnum liðins tíma og atburðum sem sagnaspjöldin hafa gert að almennri þekkingu á Islandi. Kveðið er um Einar Þveræing og ræðu hans hina frægu, örlög Snorra, drekkingu Jóns Gerrekssonar, aftöku Jóns Arasonar, barátrn Jóns Sigurðssonar, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi kvæði eru ,hálfsöguleg‘: Höfundur rekur atburðarás að nokkru og leitast við að dýpka áhrif hinna veigamestu dæma með sviðsetningu og túlkun. Aðferðin krefst mikils umfangs í formi, enda eru kvæðin viðamikil. I yngri Ijóðunum tekur Jóhannes söguefnin hins vegar öðrum tökum. Nefna mætti til vitnis Rauðsendingadans þar sem harmleikur Sjöundár- fólksins vakir án þess að tilraun sé gerð til að setja hann á svið eða rekja þætti hans. Þess í stað blandast hann óútskýrður inn í tregasöng þjóðvís- unnar: Skepnan öll er getin í synd og skapað er henni að þjást: að fellur og út fellur hatur og ást. Við skulum dansa fram í dauðann.1 1 Sjödægra, bls. 15. 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.