Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 25
„... hvernig skal þá Ijóð kveða?“
á ljóðstílinn, svo að hann varð knappari og markvísari en t. a. m. í Eilífð-
ar smáblómum. Hér hjálpast margt að, stundum þetta, stundum hitt.
Nefna mætti styttingu braglínunnar, aukið hlutverk aðalsetningarinnar,
viðurlag í stað útlistunar og orð eða brot í stað heillar setningar. Ótalið
er þó hið mikilvægasta í þessu sambandi, hin svonefnda vísun (allusion)
sem heillað hefur flest nútímaskáld. Eldri skáldin töldu sér skylt að skýra
hverja líkingu og gera hana kennilega, þótt stundum væri sótt nokkuð
langt. Módernistinn lætur sér einatt nægja að bregða mynd fyrir augu les-
andans án þess að gera grein fyrir af hverju hún sé. Torræðni nútímaljóða
stafar oft af því hve lítil áhersla er lögð á viðmiðun líkingarinnar, ótví-
ræða myndlausn. I stað hennar vísa skáldin ósjaldan til einhvers fyrirbæris
eða atviks úr sammannlegum hugmyndaheimi svo sem frá sviðum sögu,
trúarbragða eða bókmennta, og ætla lesendum að bera kennsl á, skírskota
m. ö. o. til þekkingar þeirra.
Séu kvæði Jóhannesar úr Kötlum, hin eldri og hin yngri, könnuð með
þessar tvær aðferðir í huga verður formbylting hans auðsærri en áður.
Taka mætti dæmi af meðferð þeirra yrkisefna fjölmargra sem hann sótti
í íslenska sögu og bókmenntir fyrr og síðar. Kvæðin í Hrímhvítu móður
eru helguð mönnum liðins tíma og atburðum sem sagnaspjöldin hafa gert
að almennri þekkingu á Islandi. Kveðið er um Einar Þveræing og ræðu
hans hina frægu, örlög Snorra, drekkingu Jóns Gerrekssonar, aftöku Jóns
Arasonar, barátrn Jóns Sigurðssonar, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi kvæði
eru ,hálfsöguleg‘: Höfundur rekur atburðarás að nokkru og leitast við að
dýpka áhrif hinna veigamestu dæma með sviðsetningu og túlkun. Aðferðin
krefst mikils umfangs í formi, enda eru kvæðin viðamikil.
I yngri Ijóðunum tekur Jóhannes söguefnin hins vegar öðrum tökum.
Nefna mætti til vitnis Rauðsendingadans þar sem harmleikur Sjöundár-
fólksins vakir án þess að tilraun sé gerð til að setja hann á svið eða rekja
þætti hans. Þess í stað blandast hann óútskýrður inn í tregasöng þjóðvís-
unnar:
Skepnan öll er getin í synd
og skapað er henni að þjást:
að fellur og út fellur
hatur og ást.
Við skulum dansa fram í dauðann.1
1 Sjödægra, bls. 15.
135