Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 49
Þrotabú mannlegrar reynslit en mannkynið fann lausn á vanda sínum að venju. I stað ástar komu nú ástríðulausar síframkvæmdir á kynsviðinu og allir urðu normal aftur. Þeg- ar búið var að níðast á kynhvötinni eins og öfgarnar framast leyfðu, án þess að lífshamingjan léti á sér kræla, var tímabært að kanna hvaða hvatir það væru í raun og veru sem sinna þyrfti, til þess að maðurinn gæti öðlazt verðskuldaða fullsælu. I miðri vaxtarhrinu berast einfaldri mannssál þau boð, að hún eigi að vaxa frá sinni frumstæðu og sjálfhverfu bernsku og meðtaka áfallalaust þann augljósa sannleika, að tilgangur lífsins sé ekki sá, að horfast í augu við skaparans dýrð eða gráta framan í sólina, heldur ryðjast „götuna fram eftir veg“, blindur og heyrnarlaus á báðum, hrifsa til sín allt laust og fast, komast í álnir og verða að „manni“. Allt annað sé einskis vert og úrelt. Þegar búið er að hamra á þessum sannindum í nokkur ár gegnum alla hugsanlega tjáningarmiðla hins menntaða heims, — sannindum, sem þó aldrei geta orðið að lifandi veruleika í hugskoti einfeldningsins, fer sú spurning að gerast áleitin, hvort við séum búin að lifa svo mikið og lengi, að við séum komin í hvataþrot og stöndum við yzm mörk mannlegrar reynslu eða reynsluhæfni. Ber að skilja þessar brýningar sem svo, að menn séu búnir að gráta svo mikið, elska svo djúpt og hrífast svo mjög af til- verunni gegnum aldirnar, að lífið sé ekki aflögufært vaxandi kynslóðum í þeim efnum, og ófæddar kynslóðir séu fyrirfram mettar og rúmlega það af þessari miklu lífsástríðu forfeðra sinna? Onnur skýring er naumast fyrir hendi. Að vísu er það rétt, að lífið er orðið nokkuð gamalt í hettunni, en elli- mörkin hlýtur hver kynslóð að eiga að taka út á sjálfri sér á úthallandi ævi, en ekki ein kynslóð fyrir aðra. Hver ný kynslóð ber í sér nýjan vaxtar- brodd, og hver einstaklingur hefur rétt til þess að elska, gráta og gleðjast yfir hverju sem hann vill. Það getur hvort sem er enginn tekið út reynslu fyrir aðra, hversu mjög sem hið „normala“ þjóðfélag reynir að sefja fólk til fylgis við þá lygi. Það væri nú líka meiri skaparinn, sem ætlaði einni kynslóð að elska, annarri að gráta og þriðju að taka í nefið, eða, svo skilj- anlegra dæmi sé tekið — að drepast úr ofneyzlu, eignasótt og þar af leidd- um lífsleiða. Hættan er ekki sú, að lífið sé úrelt eða ó-nýtt, heldur að útbrunnar og oflifaðar kynslóðir eða neikvæðir og reynsluþreyttir einstaklingar lýsi frati á gildi þeirrar reynslu, sem bíður hvers vaxandi manns, eða ætti a. m. k. að gera það, ef ekki er búið að eyðileggja alla lífsþrá hans og kaldhæða 159
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.