Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 114
Timarit Máls og menningar
fyrir augun og ég sagði honum líka af
að hann tók þegar til að semja smásögu
um Davos. Hún skyldi verða stórkalla-
legur eftirleikur að „Dauða í Feneyjum"
og andstæða þess verks. Ur fyrirhugaðri
smásögu óx „Töfrafjallið". Aftur var
það ritverkið sjálft sem tók stjórnina.
Hann hafði lengi haft í huga að semja
einskonar þríleik, smásögu um Erasmus,
aðra um Jósep og þá þriðju um Filipus
annan sem gætu myndað samstæða heild
í litlu snotru bindi. En einnig hér tóku
málin sína eigin stefnu. Ur einni smá-
sögunni varð skáldsaga í fjórum hlutum
en ekkert varð úr hinum.
Semsagt, hann heimsótti mig upp í
Davos og jafnvel koma hans á staðinn
var svo mikið sviplík því þegar Hans
Castorp bar þar að garði. Einnig Thom-
as fór úr lestinni í Davos-þorpi og ég
fór niðreftir að taka á móti honum eins
og Ziemssen, frændi Castorps, gerði. Svo
gengum við upp að hælinu og spjöll-
uðum þindarlaust eins og þeir frænd-
urnir. Eg var búin að vera þarna máti-
uðum saman og lét dæluna ganga, sagði
frá ótai atvikum og endurtók í sífellu:
Það er svo gaman að maður hefur loks-
ins einhvern til að tala við.
Svo benti ég honum á allar mann-
gerðirnar og útmálaði fólkið fyrir hon-
um. Síðar notfærði hann sér það með
þeim eina mun að breyta nöfnunum.
Tvær kunningjakonur mínar, frú Plúr
og stöllu hennar frú Maus, tók Thomas
upp í skáldsöguna sem frú Stöhr og frú
Iltis. Þær voru virkilega svona. Oborg-
anlegar. Frú Plúr var svo ægilega púka-
leg og ég var steinhissa á því (alveg
eins og Hans Castorp) að það gæti ver-
ið hægt að vera helsjúkur og samt svona
púkalegur. Hin sönnu nöfn kvennanna,
Plúr og Maus, fannst mér hljóma betur
en Stöhr og Iltis, en vitanlega gat
Thomas ekki annað en snúið nöfnunum
dálítið við.
Svo sýndi ég honum riddarann, þann
með ljóta hóstann, og svo sorgmæddu
spönsku konuna „Tous-les-des“, en elsti
sonur hennar var þungt haidinn af berkl-
um. Sá yngri kom í heimsókn og veikt-
ist á stundinni. Jessen, í hlutverki „Be-
hrens hirðráðs", útskýrði það fyrir mér:
Sko, loftslagið hérna er mjög gott við
sjúkdómnum, en fyrir kemur að það sé
jafngott fyrir sjúkdóminn. I ýmsum til-
vikum leysir það berklana úr læðingi.
Hjá þessum ungu mönnum opnaði það
fyrir sjúkdóminn. — Enda tærðust þeir
upp báðir tveir. Móðirin var skelfilega
sorgmædd og alltaf svartklædd að hxtti
leikkonunnar Duse, og eirðarlaus reik-
aði hún um garðinn. Hún kunni ekki
nema smáræði í frönsku en við hvern
sem hún hitti sagði hún: „Vous savez,
tous les des“. Það átti að merkja „tous
les deux“. Svo var frammistöðustúlkan
með byggkornið, hvað hét hún nú aft-
ur? I bókinni gengur hún undir nafn-
inu „von Mylendonk“. Hún var með
eitthvert svona aðalsnafn. Og „Jessen"
sjálfur með olíumálverkin sín, og svo
var konan með blístrandi brjóstkassann
eftir höggningu, Hermine Kleefeld held
ég hún hafi heitið, jafnvel í veruleik-
anum, — svo var hún „Levi“, hin kon-
an sem var í „Félaginu hálft lunga“. Þá
sagði ég honum frá konunni sem d-dó
svo vi-virðulega.
„Herra Albin“ var í Arosa. Það var
„herra Albin“ sem var alltaf að stæra
sig, fitlaði í sífellu við skammbyssuna
og hugðist skjóta sig. Auk þess át hann
feiknin öll af sykurkúlum og bauð öðr-
um.
Madame Chauchat, kona sem alltaf
skellti hurðum, var til staðar í Davos.
í fyrstu gerði hún bónda mínum mjög