Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 115
,Xhomas Mann smásagnahöfundur“ gramt í geði með hurðaskellunum, móðgaði hann virkilega og særði, en svo fór að skilningarvit hans opnuðust fyrir töfrum hennar. Þessi kona, sjúklingur úr löndum slava eða rússa, hlýtur líka að hafa minnt hann á unglinginn Pribi- slav Hippe sem hann hafði einu sinni verið með í skóla- Atvikið með Pribislav og blýantinn á skólastéttinni var eflaust sannsögulegt. Þetta var minning sem konan vakti í manni mínum en hann skilaði henni þó aldrei blýanti. Það var Hans Castorp sem gerði það. Tilfinn- ingar Thomasar í garð madame Chau- chat gengu ekki það langt enda var hann kominn til að heimsækja mig. Hann veitti henni að vísu athygli og leist ljómandi vel á hana. Hann beið engin sjö ár eftir henni og á valborgarmessu gerði hann ekki hosur sínar grænar fyrir henni enda var hann um sumarið í heimsókn hjá mér. Það er líka sannleikanum samkvæmt að Jessen rannsakaði hann og sagði þá að bragði: Það er blettur í yður og best að þér séuð hér um eins árs skeið hjá konu yðar. Þá skrifaði Thomas heimilislækni okkar í Múnchen og hann svaraði um hæl: Eg þekki yður út og inn. Þér vær- uð sá fyrsti sem ekki fyndist blettur í við rannsókn uppi í Davos. Komið und- ireins til baka, þér hafið ekkert í Davos að gera. Þá er sagan með kúlugerlana enginn uppspuni. Þannig var með mig að Jes- sen gat ekki áttað sig á því af hverju ég var alltaf með hita þótt ég væri kom- in langt á bataveg. Hann tók mér þá blóð og lagði í ræktun, kom svo og sagði: Já, það eru kúlugerlarnir! En ég held það hafi verið vitleysa. Settembrini þekkti Thomas annars- staðar frá og sálgreinandinn, sá sem hélt fyrirlestra um ástina sem sjúkdóms- skapandi afl, var þarna ekki heldur. Þeir voru báðir tilbúningur. I sam- bandi við Krokowski flaug Thomasi að- eins í hug dr. Bircher í Zúrich. í Davos var aðstoðarlæknir sem hét Múller en hann var allt öðruvísi. Naphta var þarna ekki heldur. Naphta eins og hann er gerður er upp- diktuð persóna. En árið 1922 vorum við í Vínarborg. Við bjuggum á Hótel Imperial og þá kom Georg Lukács í heimsókn en hann var þá í útlegð í Vín þar sem hann hafði víst verið eitthvað viðriðinn uppreisnina með Béla Kun árið 1919. Hann byrjaði strax á því að láta móðan mása um kenningar sínar, talaði stanslaust yfir hausamótunum á okkur og predikaði í fulla klukkustund í herberginu hjá okkur. Bóndi minn komst alls ekki að nema hvað hann gat skotið inn: Já, þetta er sveimér ekki ónýtt að heyra. Þá fór Lukács leiðar sinnar. I þann tíma var þetta allt og sumt sem hann þekkti til Lukácsar. Seinna ritaði Lukács mjög fallega og skynsam- lega bók um Thomas Mann. En Thomas sá hann og heyrði í þetta eina skipti að- eins á ævi sinni. Eftir þetta minntist hann aldrei á Lukács, datt hann heldur aldrei í hug. Þegar hann las fyrir mig kaflann um Naphta með lýsingunni á persónunni sagði ég: Þér hefur líklega verið hugsað til Lukácsar? Nei, hvernig þá? Eg veit það ekki. Naphta minnir mig á hann. Þetta var alls ekki ásetningur minn og það getur vel verið að Lukács hafi einhvern veginn svifið mér fyrir hug- skotssjónum óháð lestrinum. Vitanlega er það aðeins ytra gervi 225 1 5 TMM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.