Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 8
Tímarit Aláls og menningar íslendingum, og því urðu umskipti á högum Máls og menningar þegar hann lét af forustu, eins og ég vék að í upphafi þessarar greinar. Þau umskipti leiddu til þess að Mál og menning hætti að gegna baráttu- og forustuhlutverki. Stalín- istinn Vésteinn Lúðvíksson virðist ímynda sér að Alþýðubandalagið sem flokk- ur beri ábyrgð á þessari þróun, en ég hef til skamms tíma setið í æðstu stofn- unum þess flokks og hef því fullar forsendur til að greina frá því, að í þeim stofnunum hefur aldrei verið minnst einu orði á Mál og menningu, þaðan af síður gerðar tilraunir til þess að hlutast til um starfsemi félagsins. Sem sönnun um sögutúlkun sína segir Vésteinn: „Fyrir þessu fékk Mál og menning áþreifanlega að finna þegar Þrösmr Ólafs- son var ráðinn framkvæmdastjóri. Sem voru mikil mistök, það sé ég núna þó ég hafi verið hlynntur því þá ... það fylgdi böggull skammrifi. Þröstur reyndist eiga ófáa andstæðinga og hatursmenn í Alþýðubandalaginu, reiðubúna til að tæta hann í sig, persónu hans fremur en störf hans og skoðanir. En gagnstætt því sem ókunnugir gæm haldið, þá var þessi „barátta" ekki háð fyrir opnum tjöldum í málgögnum flokksins eða á fundum hans. Hún var háð bakdyra- megin, að mesm utan flokksins og þá ekki síst í Máli og menningu.“ Vandamál Máls og menningar hafa aldrei verið rædd „fyrir opnum tjöldum í málgögnum flokksins eða á fundum hans“ af þeirri einföldu ástasðu að Mál og menning hefur aldrei verið hluti af stjórnmálasamtökum íslenskra sósíalista, heldur hliðstæða þeirra. En ég kemst ekki hjá því að líta á þessar setningar í grein Vésteins sem persónulega árás á mig. Ég hygg að rétt sé að staðhæfa, að ég hafi öðrum mönnum frekar fengið því ráðið að Þröstur Ólafsson var ráð- inn framkvæmdastjóri Máls og menningar. Ég beitti mér fyrir því við hann, af því að við höfðum verið samverkamenn í stjórnarráðinu um þriggja ára skeið og ég hafði kynnst eðliskostum sem ég mat mjög mikils. Ég ræddi málið ekkert við samverkamenn mína í Alþýðubandalaginu, heldur við þá sem höfðu borið hitann og þungann af starfsemi Máls og menningar, og voru að sligast fjár- hagslega eftir að félaginu hafði verið breytt úr baráttusamtökum í fílabeins- turn. Ég veit að um Þröst Ólafsson hefur verið ágreiningur í félagsráði Máls og menningar; hann er sem betur fer ekki sá dauðans aumingi að öllum sé sama um hann. En sá ágreiningur kemur Alþýðubandalaginu ekki vitundar ögn við; hann hefur snúist um það hvort halda ætti fílabeinsfyrirkomulaginu eða gera Mál og menningu að baráttutæki á nýjan leik. Sem betur fer hefur Þresti Ólafssyni og félögum hans tekist að vinna stórvirki á skemmri tíma en ég gerði mér vonir um, svo sem marka má af útgáfu síðasta árs, og öllu máli skiptir að haldið sé áfram á sömu braut, Mál og menning verði aftur baráttu- tæki sem rifist sé um og slegist um. Mál og menning verður á nýjan leik að setja sér nærtæk markmið og stefna djarflega að þeim, en minnast þess jafn- framt að engin sigling tekst án þess að hafa leiðarstein. Leiðarsteinn Máls og 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.