Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
Ó, heilaga nótt! Við þitt hlið vil ég deyja
og hverfa inn í leyndardóm elskenda þinna. —
Ég hræðist ei dauðann, ef ljómi þinn lifir
í ljósbrotum síðustu táranna minna. —
Þér skuluð ei gráta hinn glataða son,
því gröfin var aldrei hin sárasta neyð.
— Sæll, hver sá, er finnur í fyllingu tímans
hið fegursta á jörðu — og deyr um leið.
Glöggt dæmi um mætur Jóhannesar á Einari er einnig minningargrein,
sem hann skrifaði í Þjóðviljann 26. jan. 1940. Þar kemst hann svo að orði
um Einar:
Andi hans var samanbarinn rannsóknarandi Islands þúsund ára, er brauzt
fram af heljarafli í þessum glæsilega einstaklingi, strax og svigrúm endur-
reisnar vorrar leyfði, ekki í mynd rórrar vísindahyggju, heldur viðþolslausra
skáldóra. Allt þurfti að kanna, alls að njóta, öllu að fórna, en upp úr öllu
þessu brimi einkalífs og hugmynda stigu hinar háttbundnustu og voldug-
usm hljómkviður, er fluttar hafa verið í ríki íslenzkrar tungu, svo hreinar
og hátíðlegar að inntaki og stíl að enginn pappír finnst nógu hvítur til að
prenta þær á. Með hinum dýrustu og torveldustu takmörkunum stuðlaðs
máls var reynt að brjótast út fyrir takmarkanir hins mannlega, — það var
glíman við guð um ríkið og máttinn og dýrðina.
Annað dæmi um heimspekilegan áhuga Jóhannesar um þær mundir sem
hann sendi frá sér Alftimar kvaka er kvæðið „Goði Islands“ um dr. Helga
Pjeturss, sem hann birti í þeirri bók. Þar segir:
Engin þjáning! Enginn dauði!
er vort takmark hér á jörðu,
— jörðu þeirri, er guðir gjörðu
gjafa-þegn í ljóssins auði.
Hvernig skyldi hjarta kólna,
hitað brosum ótal sólna?
Burt með hamr, syndir, sorgir!
sjáið, skiljið þyngsta vandann!
— Þymr fer um brendar borgir.
Maður! Þiggðu hjálp að handan!
Goða-verur geisla-streymi
gullnu varpa í mannkyns-andann.
Líða hingað langt úr geimi
lausnarboð — frá æðra heimi.
130