Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 109
Um höfunda
Ýmsir hafa kvartað yfir því að höfundar efnis í síðasta hefti Tímaritsins voru ekki
kynntir sérstaklega. Skal nú reynt að ráða bót á því og jafnframt sögð deili á þeim
höfundum sem eru viðriðnir efni í þetta hefti og eru ekki löngu kunnugir lesend-
um Tímarits Máls og menningar.
Vita Andersen er dönsk skáldkona, fædd í Kaupmannahöfn 1944. Hún hefur
smndað ýmis störf sem of langt yrði upp að telja, en skáldskap sendi hún ekki frá
sér fyrr en 1977. Frumsmíð hennar, kvæðabókin Tryghedsnarkomaner, hlaut ein-
staklega góðar viðtökur í heimalandi höfundar. Bókin var gefin út offsetfjölrimð
eins og margar aðrar Ijóðabækur, en áður en árið var liðið var sjöunda útgáfan
uppseld. Steinunn Sigurðardóttir þýddi ljóðin að beiðni ritstjóra Tímaritsins.
Erik Skyum-Nielsen er fæddur í Kaupmannahöfn 1952, mag. í norrænum bók-
menntum 1974 og sama ár sendikennari við Háskóla íslands. Hann hefur skrifað
margar greinar um bókmenntir og m. a. verið meðal höfunda safnritsins Ideologi-
historie I—IV, 1975—76. Erik Skyum-Nielsen hefur samið greinar sínar sjálfur
á íslensku. Hann er nú á fömm til Danmerkur afmr.
Noam Chomsky er einn fremsti málvísindamaður sem nú er uppi, en jafnframt
hefur hann verið ákaflega ömll gagnrýnandi á stefnu Bandaríkjastjórnar í Víetnam-
stríðinu. Um samverkamann hans, Edward C. Herman, höfum við því miður engar
heimildir.
Jóhanna Sveinsdóttir smndar nám við heimspekideild Háskóla íslands og vinnur
þar nú að ritgerð um sögur Snjólaugar Bragadótmr.
Kristján Árnason, höfundur ljóðanna tveggja og ritdóms, hefur áður skrifað í
Tímaritið, bæði Ijóð og bókaumsagnir. Hann er menntaður í klassískum fræðum
og kennir þau fræði við menntaskóla og Háskólann. Nafni hans, höfundur greinar-
innar Popperismi og marxismi, er f. 1946. Hann hefur nýlokið doktorsprófi í mál-
vísindum frá Edinborgarháskóla.
Kjartan Plögstad er ungur norskur rithöfundur. Skáldsaga hans Dalen Portland
hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár og verður væntanlega gefin út í
haust í íslenskri þýðingu á vegum Máls og menningar.
Gabriel García Márquez er einn fremsti rithöfundur sem nú er uppi. Hann er
Kólumbíumaður, f. 1928. Helsta skáldsaga hans, Hundrað ára einsemd (Cien anos
de soledad) verður gefin út hjá Máli og menningu á þessu eða næsta ári í þýðingu
Guðbergs Bergssonar.
Þ.H.
219