Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar tímans inn í bókina. Þetta efni hefur vissulega sxna þýðingu að því leyti að það markar hans eigin starfi sinn bás. Þó finnst mér alltof margt smátt tínt til sem ekki kemur efninu beint við og ekki hefur tekist að birta á nógu skipu- legan hátt eða tengja við meginefni bókarinnar. Þetta kemur einkum skýrt í ljós í kafla sem nefnist Stiklað á við- burðum eilefu ára. Tryggvi skrifar hér sem áður vand- aðan og sérkennilegan stíl. Ymsir hnökrar sem finna mátti í málfari hans á stöku stað í fyrri bók, að því er mér virtist, eru horfnir í þessari. Hins vegar fer ekki hjá því þar sem fjallað er um pólitísk og stéttarleg átök að málfar hans verði mótað af vígorðum þeirrar baráttu og vanti þess vegna á köflum vissan ferskleika sem það hefur annars staðar. En fram hjá slíkum vanda geta fæstir rithöfundar komist. Eins og fyrr var getið er Baráttan um brauðið ekki eins átakanleg og þar af leiðandi ekki eins áhrifamikil saga og Fátækt fólk. Þetta stafar auðvitað ekki af neinum mistökum heldur af efninu og reyndar líka af ýmsum eðliskostum höfundar. Þegar athafnir hans eru á eigin valdi bresmr hann hvorki kjark, karlmennsku né glaðlyndi til að sigrast á erfiðleikum og það verður létt yfir frásögninni. Hógværð sjálfslýsingarinn- ar er svo mikil að oft verður maður að staldra við í lestrinum og reyna að setja sig í spor Tryggva til að átta sig á hverju hann í rauninni fær áorkað. Þeg- ar hann er á 23ja ári ríður hann síðla sumars til Eyjafjarðar og er ekkert að tvístíga gagnvart húsnæðisvandanum heldur reisir sér á nokkrum vikum stein- hús með eigin handafli án þess að hafa nokkurn tíma komið að slíku verki áður. Sami hugur og áræði kemur fram í fé- lagsstörfunum. Það hvarflar aldrei að Tryggva að reyna að létta fyrir sér lífs- baráttuna í bili með því að friðmælast við yfirstéttina eða a. m. k. að láta lítið á sér bera. Því fer fjarri að Tryggvi sé hinn dæmigerði öreigi sem hægt er að lesa um í fræðibókum. Hann er í senn bóndi og verkamaður, jafnelskur að kindum og bókum. Hann hefur illan bifur á spíritistum en fæst sjálfur við ramm- íslenska drauga og sækir huldulækni til sjúklinga. Hann er ósveigjanlegur í stéttabaráttunni og gagntekinn mannúð og fegurðardýrkun. Að undanförnu hef- ur mátt lesa í íslensku dagblaði þrætur um hugtökin stalínisti og stalínismi. Það er ekki ónýtt að einn úr hópi stalín- istanna skuli birta sjálfan sig jafnljós- lifandi í miðri umræðunni og Tryggvi Emilsson gerir í þessari bók. Marx gamli sagði einhvers staðar að maður ætti allt- af að ganga út frá raunverulegum lif- andi og starfandi einstaklingum og efna- legum aðstæðum þeirra en ekki kredd- um eða sértekningum. Einn slíkur ein- staklingur var Stalín, annar Tryggvi Emilsson, og voru samherjar um skeið. Þetta er nú sjálfsagt hollt að hafa í huga til að forðast einfaldanir. En auðvitað gefur það manni ekki tilefni til að láta sér sjást yfir ávirðingar stalínismans, kannski þvert á móti. Það má tína til ýmsar minni háttar aðfinnslur um Baráttuna um brauðið. Bókin er heldur lengri en hún hefði þurft að vera. Þetta haggar ekki þeirri staðreynd að bindin tvö sem birst hafa af sjálfsævisögu Tryggva Emilssonar gera hana að einni merkustu sjálfsævi- sögu sem birst hefur hér á landi á þess- ari öld. Vésteinn Olason. 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.