Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 96
Umsagnir um bækur
TRYGGVI ER HÉR
Ég man varla eftir nokkurri sjálfsævi-
sögu þar sem frásögn af bernskuárun-
um er ekki eftirminnilegasti þátturinn.
Þannig hygg ég að verði líka með sjálfs-
ævisögu Tryggva Emilssonar. Annað
bindi hennar1 er mjög góð bók og lík-
lega jafnbetur skrifuð en fyrsta bindið
en aðstæðurnar sem lýst er eru sjaldan
eins átakanlegar og frá greindi í fyrri
bókinni. Líklega er þó orsök þessa ein-
kennis sú sama í ævisögu Tryggva og
öðrum: aldrei eru tilfinningarnar eins
næmar og hreinar og á bernskudögun-
um og engir tímar taka á sig sams kon-
ar blæ í huga þeirra uppkomnu.
Það kemur fljótt í ljós í þessu bindi
af hverju Tryggvi hefur miðað bókaskil
við þau mót í ævi sinni er hann flytur
úr Öxnadalnum að Árnesi í Tungusveit.
Þótt hann komi til vandalausra má segja
að hann eignist þar nýja fjölskyldu í
meira en einum skilningi. Og þótt hann
væri þá þegar hagmæltur og ljóðelskur
er ekki að efa að kynni hans af Árnes-
fólki, meðan hann var enn á mótunar-
skeiði, hafa orðið til að draga hug hans
að bókum og orðsins list enn frekar en
ella hefði orðið og þannig átt sinn þátt
í því að hann lýkur nú sínum bónda-
og verkamannsferli sem heiðri krýndur
rithöfundur.
1 Tryggvi Emilsson: Baráttan um
brauðið. Æviminningar. Annað bindi.
Mál og menning. Reykjavík 1977.
Baráttan um brauðið nær yfir langt
tímabil í ævi Tryggva, eða um það bil
þrjá áratugi, og heiti bókarinnar er sann-
arlega um leið ábending um þann ás
sem líf hans snýst um á þessu skeiði:
fyrst daglega önn í sveitinni og búskap-
arbasl sem ekki skilar meiri arði en
brýnustu nauðþurftum, síðan ár at-
vinnuleysis og stéttabaráttu í kaupstaðn-
um.
Þegar Tryggvi vistræðst að Árnesi má
segja að sú breyting sé orðin á högum
hans að hann hafi tekið örlög sín í
eigin hendur að miklu leyti þótt enn sé
hann á vinnumannsárunum falinn for-
sjá húsbænda. Áður hafði hann mátt
þola það sem að höndum bar, eins og
lýst er í Fátæku fólki. Baráttan á eigin
ábyrgð er vissulega hörð en ekki þarf
að frýja Tryggva hugar: hann stendur
meðan stætt er. Sama vanmætti og á
bernskuárunum ræður nú aldrei lífi
hans, nema þegar veikindi sækja að og
hann verður að liggja mánuðum saman
á sjúkrahúsi. En þar er líka barist upp
á líf og dauða og þá reynir til fulls á
þann trausta lífsförunaut sem Tryggvi
hefur valið sér. í þessum veikindakafla
eru ýmsar eftirminnilegustu frásagnir
bókarinnar. Ekki er það þó af því að
Tryggvi sýni þar neina sjálfsmeðaumkv-
un. Hann virðist finna meira til illra
örlaga annarra en sjálfs sín, en í frá-
sögnunum af þeim sem harðast urðu úti
skynjum við líka þann möguleika sem
blasti við Trj'ggva og virtist bíða hans
í hverju spori þótt betur færi.
206