Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar að hægt sé að afsanna eitthvað með aðferð Poppers, að hægt sé að fella það að formi rökfræðinnar. Sem betur fer held ég að enginn vinstri maður sé svo skyni skroppinn að hann hafi látið sér detta í hug að afsanna stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins, þótt þeir hafi vonandi hug til þess að berjast gegn framkvæmd hennar. Það eina sem er afsannanlegt, og þar með „vísindalegt“, í því sem ég hafði eftir Marx hér að ofan, er fullyrðingin um að vinna skapi verðmæti sem komi mönnum að gagni. Að vísu þarf að sníða hana talsvert til áður en hægt er að prófa hana; það þarf að vera klárt hvað átt er við með hugtakinu „vinna“, og eins þarf að vera ljóst hvað átt er við með hugtakinu „verðmæti sem koma mönnum að gagni“. Þegar menn hafa komið sér saman um þessa hluti, ætti að vera hægt að leita að gagndæmum, þar sem menn „vinna“ en skapa samt ekki „verðmæti“. Eg veit ekki til þess að þetta hafi verið gert ennþá. Fullyrðingar Marx um vinnu, auð og völd eru því enn í fullu gildi. Hvað þá um aðra þætti í kenningum Marx? Hefur eitthvað af þeim verið afsannað? Það sem menn hafa aðallega bent á er það sem áður er á minnst um að byltingin hafi gerst á skökkum stað. Þetta er rétt að nokkru leyti. Byltingin varð ekki þar sem skilyrðin voru best að mati Marx. Hann taldi að stéttaandstæðurnar yrðu greinilegastar í hinum iðnvædda Vesmrheimi, og þess vegna hlyti alþýðan þar að láta fyrst til skarar skríða gegn valda- stétmnum. Þetta reyndist ekki rétt, því valdastéttirnar sáu að sér og gripu til alls kyns aðgerða til þess að sverfa versm agnúana af hinu kapítalíska skipulagi með félagslegum umbómm, og alþýðan varð aldrei eins óánægð og Marx þóttist sjá fyrir. Það er sem sé réttmætt að gagnrýna Marx fyrir að hafa spáð vitlaust fyrir í þessu tilviki. En þetta er þó ekki svo alvarleg yfirsjón að ástæða sé til þess að lýsa algjöru frati á athugasemdir hans um stéttaandstæður og aðstæður til byltinga. Það er nefnilega ekki víst að aðferð Poppers sé það töfratæki sem sumir vilja vera láta. Ef hægt á að vera að beita þessari frægu afsönnunaraðferð, verða fullyrðingar að vera settar fram á alveg sérstakan hátt. Þær verða að hafa form eitthvað í áttina við eftirfarandi: „Allir steinar detta til jarðar ef þeim er sleppt.“ Orðið allir eða eitthvað hliðstætt verður að vera í full- yrðingunni, því annars gemr ein undantekning ekki afsannað hana. Við gemm tekið mjög einfalt dæmi, sem skýrir vonandi það sem ég á við. Við skulum segja að Nonni finni til í tánni, og við segjum að það sé vegna þess að hann er með flís í tánni. Hægt er að segja sem svo að við 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.