Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 47
Vort er rtkið
6
O þér veltiár velferðarríkis
Islands þúsund árum gjöfulli í tíma og rúmi
Hvert og eitt heil öld nýrrar reynslu
Hvert og eitt heil veröld nýrra möguleika
Þér ár sem gerðuð blóð og tár hinna ósýnilegu
að dreggjum niðurlægingar í bikurum vorum
Hvílík ár hvílík sjálfgleymisár
Og nú bíður þessi hópur gamalla bakhúsgesta eftir því að einhver komi
til að „rísa gegn viðurstyggð uppgjafarinnar“ til að frelsa heiminn fyrir
sig „með því að skapa hann í sinni mynd“ og Jóhannes úr Kötlum trúir
því að hin nýja íslenska kynslóð muni upptendrast af hugsjóninni og blóð
hennar á ekki að verða kaffiskólp heldur skírast „í hreinsunareldi morgun-
sólar / ofar lífi og dauða“.
7
I smttu erindi hefur þess ekki verið kostur að kryfja baráttuljóð Jóhannes-
ar úr Kötlum. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru, stikað á sjömílna-
skóm yfir víðátm þessa einarða skáldskapar, og þegar ég nú les þessi orð
finnst mér þau harla fátækleg umfjöllun um barátmljóð skálds er kvað
af svo heitu hjarta, ef til vill heitasta hjarta sem Island hefur átt á þessari
öld. Aldrei lét hann bugast þrátt fyrir mótlæti og vonbrigði. Aldrei eitt
andartak missti hann sjónar á hinni mannlegu hugsjón sósíalismans rnn
frelsi, jafnrétti og bræðralag, ekki heldur þótt mennirnir í kringum hann
brygðust í þeirri langæju barátm. En Jóhannes úr Kötlum var ekki heim-
spekilegt skáld fræðilegs hugmyndakerfis. Hann var skáld fólksins. Ef
eitthvert íslenskt skáld verðskuldar að vera kallaður skáld íslenskrar alþýðu
þá var það Jóhannes úr Kötlum. Ekkert annað skáld hefur unnað íslenska
alþýðumanninum heitar. Allt lífsverk hans var helgað réttlætisbarátm
erfiðismannsins. Því heiti lýsti hann yfir í upphafsljóði bókarinnar Hart
er í heimi og skulu þau orð jafnframt verða lokaorð þessa erindis:
Mitt fólk! Mitt fólk! Ég býð þér hug og hönd
til hjálpar, er þú slítur loks þín bönd.
í þínum, þínum vilja er mátmr minn,
minn máttur er að stæla vilja þinn,
og sérhver, sérhver hræring hjarta míns
er helguð lokasigri frelsis þíns.
157