Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 107
framfarasinnaðan. Samt íhugaði hann ekki sérstaklega mikið hvað það fæli í sér. Hann hafði ekki tíma né félags- skap sem örvaði hann til þess. (124) Þarna er ekki verið að lýsa byltingu heldur hugarfarsbreytingu sem „ger- breytir að minnsta kosti umgengnishátt- um manna“ (128). Sú breyting kemur einkum fram í lýsingum þriggja per- sóna í bókinni og ristir greinilega mis- djúpt. „Pussan" fer að heimta að vera tekin sem hver önnur manneskja. Fyrst krefst hún þess að Ingi taki þátt í heimilis- störfunum, síðan leggst hún í bækur um sósíalisma og kvenfrelsi og fer að fara á rauðsokkafundi. En þar sem hún hefur áður ástundað það eitt að „leggja grundvöllinn að framtíð þess manns sem hún elskaði og þar með sinni eig- in" (124) er menntunarskortur og sjálfs- trausts henni fjötur um fót, og Ingi er henni ekki til neinnar hjálpar. Það end- ar með því að hún flyst frá honum og fer að búa með boðbera hinna nýju hug- mynda, en rekur sig þá á það um sein- an að sá er engu síðri kvenkúgari en Ingi þrátt fyrir fögur orð. Hún ein tek- ur djúptækum breytingum í rás sögunn- ar, og það er hún sem dregur hinar ein- földu og sönnu niðurstöður út frá dýr- keyptri reynslu sem mega teljast álykt- unarorð sjálfrar bókarinnar (186—9). Karlmennirnir í sögunni taka mál- um ekki eins alvarlega; þeir eru ofan á hvort sem er. „Sósíalistaforinginn" er gamalreyndur sjarmör frá velmektardög- um þeirra reglubræðra sem hefur haft vit á að söðla um í tíma. Hann tekur engum breytingum eða þróun, en í sögulok er hann kominn heim til íslands og orðinn leiðtogi allra framsækinna afla. Samúð höfundar með honum er Umsagnir um bcekur ákaflega takmörkuð, hins vegar hefur hann mikið dálæti á Inga. I veisluatrið- unum kemur hann næstum fram sem eini heilbrigði maðurinn innan um snobb og uppskafningshátt hinna „nýju manna". Tvívegis bregst hann þó Puss- unni illa, í síðara skiptið þegar hún kemur til hans ólétt eftir eljarann. Ingi breytist ekki; í sögulok er hann kominn til Islands í umhverfi þar sem engin ný öld er runnin upp, í senn máttarstólpi og fórnarlamb „bíkúlsins" gamalkunna. Hann haslar sér völl í athafnalífinu og gengur inn í mynstur þess með tilheyr- andi kúgun og bælingu þeirrar konu sem hann hefur fest sér. Eina tilhlökk- unarefnið er von um að komast ein- hvern tíma í framtíðinni yfir vélritunar- stúlkuna ef nógu andskoti hægt og út- spekúlerað er farið í sakirnar, og hugsýn fagurs mannlífs sem blundar með hon- um er í sveitinni fyrir norðan þar sem er sunnanátt og heiðríkja alla daga. Því er ekki að neita að Karlmenn tveggja tíma er að ýmsu leyti gallað verk. Samsetning sögunnar er býsna stirðbusaleg, frásagnartækni frumstæð og víða líkist hún fremur ritgerð í dæmi- söguformi en skáldsögu. Smndum er boðunin of einhliða og ágeng. Svo að dæmi sé tekið mætti vissulega fallast á þau sjónarmið höfundar að fjölskyldu- líf á borgaralegu karlveldisheimili geti verið þrúgandi. En fyrr má nú rota en dauðrota: Eldra barnið er fjögurra ára drengur. Hann hangir sívælandi í pilsum móð- ur sinnar. Augun í honum eru frosin, svo að öll merki þess að þetta átti einu sinni að verða að mannlegri veru eru þurrkuð út úr þeim. Augna- ráð yngra krakkans er enn fjörlegt. En hann er bara tíu mánaða. (11) 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.