Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 110
Óskar B. Bjarnason Þekkingin, hugmyndir og skoðanir Tilefni þess að ég skrifa þessar línur er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson í Tímariti Máls og menningar, 3.-4. hefti 1977. Eg hef smndum verið að hugleiða svipuð efni og þar eru rædd og skrifaði reyndar einnig grein í þetta tímarit fyrir nokkmm ámm (2. hefti 1971) þar sem lítils háttar er fjallað um gmndvöll náttúruvísinda. Grein Þ.V. er fróðleg og kemur víða við, má segja að hann horfi um heima alla. Og þar sem hann í grein sinni hvemr til sem víðtækastrar um- ræðu um þessi mál freistast ég til að leggja orð í belg. Það er sagt að hver maður hafi sína heimspeki og sína lífsskoðun, hvort sem honum er það ljóst eða ekki. Menn spyrja sjálfa sig ósjálfrátt spurninga eins og: Hvers vegna erm hér? Hver er til- gangur lífsins, ef hann er nokkur? Er líf eftir dauðann? Það er því augljóst að líffræðin er sú fræðigrein sem hvað mest áhrif getur haft á lífsskoðun manna, og þar með stjórnmálaskoðanir einnig, og jafnframt eðlilegt að hinar ýmsu kenningar um uppruna og þróun lífsins valdi deilum og verði mönnum tilfinningamál. Gott dæmi um þetta er einmitt þróunarkenning Darwins. Charles Darwin fæddist 12. febrúar árið 1809 og dó 19- apríl 1882. í nóv- ember 1859 kom út bók hans: Um upp- runa tegundanna. Sagt er að upplagið hafi selst upp á einum degi (Ekki veit ég hve stórt það hefur verið). Sjötta út- gáfa kom 1872 og var það sú síðasta sem Darwin gekk sjálíur frá. Svo sem kunnugt er olli bók Darwins byltingu í hugmyndum manna um lif- andi náttúru. Kenning hans um þróun náttúrunnar var studd sterkum rökum og óhrekjanlegum dæmum. Segja má, að þróunarkenning Darwins hafi af- sannað tilveru guðs og þannig sprengt grundvöll trúarbragðanna. Það var því engin furða að hún fékk hatramma mót- stöðu kierka og kirkjuvalds og raunar allra opinberra yfirvalda. Að sjálfsögðu leið langur tími áður en þróunarkenn- ingin fengi aðgang að skólunum. Og nærri hundrað árum eftir útkomu bókar Darwins var kennari í Bandaríkjum Norður-Ameríku rekinn frá störfum fyrir að halda fram þróunarkenningunni. Það hafa sjálfsagt þótt mikil tíðindi og ótrúleg í fyrstu að jörðin með öllum sínum tegundum lífvera hefði ekki orð- ið til við guðlega sköpun og jafnvel maðurinn ekki skapaður í mynd guðs, heldur var hann eitt af dýrum merkur- innar, hafði þróast frá einhverri apa- tegund á meir en milljón árum. Það var þó ljóst að sköpunarsaga biblíunnar fékk engan veginn staðist — ekki einu sinni sem líkingamál, því að tegundirnar höfðu ekki verið skapaðar eins og þær líta út nú á dögum, heldur orðið til við breytingar og þróun lífsins 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.