Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
„Mörkespil“ (1967) og „Roman“ (1968) vann Vagn Lundbye fyrst og
fremst að sjálfu skáldsöguforminu. Bækurnar eru ekki með sama hætti í
innra samhengi í tíma og rúmi og hefðbundnar skáldsögur. Þeirra sam-
hengi er einkum tengt formi málsins, sem vísar á mynd sögumanns. Þó
að þær komi í upphafi ruglingslega fyrir er lesandinn með ýmsum áhrifa-
miklum stílbrögðum einatt hvattur til að skapa samhengi, röð og reglu
— hér er um að ræða opna, „lýðræðislega“ skáldsögu, þar sem höfundur
vísar óbeint á bug þeirri hugmynd bókmenntastofnunarinnar að hlutverk
skáldsins sé að túlka óvirkum lesanda tilveruna af snilli sinni og inn-
blæstri. Best hefur þessi frásagnartækni heppnast í „Roman“ — atburða-
snauðri lýsingu á tveim mönnum, sem flytja nautgripi, og konu í íssjoppu
úti í skógi. Bók sem smám saman þróast til dauðasýnar með heimsenda-
myndum og ofbeldishrolli.
Dauðinn er líka sameinandi tákn í næstu bók Vagn Lundbye, „Nico“
(1969), sem er um leið sú bók hans sem er síst bundin hefð, að minnsta
kosti að því er varðar uppbyggingu: tvisvar í bókinni er sama Ijósmyndin
af beat-söngkonunni Nico endurtekin 16 sinnum. Vagn Lundbye finnur
í söng Nico hringsól umhverfis dauðann, og fegurð hennar og fegurð tón-
listarinnar verður honum fegurð tortímingar. Textar þessarar bókar lýsa
einnig skyndireynslu af fegurð sem er oftast tengd við ofbeldi eða dauða.
Og þó rís af síðum verksins draumur Nico um mannlegt samfélag og nýtt
mennskt tungutak.
Draumurinn um samfélag, bræðralag sem við ríkjandi aðstæður verður
byltingarhugmynd, er sú hugsjón sem mestu ræður innan hóps pólitískra
hermdarverkamanna sem koma fram í skáldsögunni „Smukke tabere“
(1970) sem samin var fyrir danska útvarpið. Sagan er lögð í munn eins
af meðlimum hópsins sem í fimmtíu dagbókarfærslum skýrir frá baráttu
þeirra félaga við fjendur, utan hópsins sem innan. Næstum því allur hóp-
urinn fellur í baráttunni (við her ríkisstjórnar), en það tekst samt að fram-
kvæma áætlun hans: sprengjuárás á kjarnorkuver. I rás viðburða lifir hóp-
urinn það að hugsjón hans um samræmisfullan samleik manna rætist.
Með þessari skáldsögu snýst gagnrýni Vagn Lundbye á ríkjandi hug-
myndafræði yfir í leit að undirstöðuatriðum nýrrar pólitískrar vitundar.
Það er engin tilviljun að umhverfisverndarskæruliðar sögunnar leiða helst
hugann að indíánum, því að indíánar eru lykilpersónur í síðari hluta höf-
undarverks hans, enda eru það þeir sem mest þjást í hinu núverandi valda-
kerfi vesturlanda.
182