Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 55
Popperismi og marxismi
legum íþróttum. Hann stingur upp á því að þekkja megi vísindalegar stað-
hæfingar frá öðrum staðhæfingum á því að þær fyrrnefndu séu hrekjan-
legar, þ. e. a. s. að það sé hægt að gera sér í hugarlund hvernig megi af-
sanna þær. Til dæmis má segja að það sé vísindaleg tilgáta (sem er mjög
algeng trú) að steinn detti til jarðar ef maður heldur honum armslengd
frá sér og sleppir honum svo. Gildi þessarar tilgátu er prófað, samkvæmt
hugmynd Poppers, með því að búa til lögmál sem segir að í hvert skipti
sem steini er haldið armslengd í burm og síðan sleppt, detti hann til jarðar.
Popper segir (og hefur frá Hume, held ég) að það sé ekki hægt að sanna
að þessi setning sé rétt. Maður getur að vísu sagt að í öllum þeim tilvik-
um sem athuguð hafa verið hafi það gerst að steinninn datt niður á jörð-
ina, en þá er enn hægt fyrir einhvern efasemdamann að segja: En hvað
veistu nema í næsta skipti taki steinninn upp á því að vera grafkyrr eða
svífa til himins? Efasemdamaðurinn læmr sér ekki segjast þótt gerðar séu
enn nýjar tilraunir þar sem steinninn fellur til jarðar, því hann gemr sagt
að það sé ekki að vita nema í þúsundusm og fyrsm tilraun héðan frá detti
steinninn ekki til jarðar. Það er fræðilega ómögulegt að athuga öll tilvik
þegar steini er sleppt, því þau eru óendanlega mörg. Hins vegar er fræði-
lega mögulegt að afsanna þessa kenningu, því ekki þarf nema einn stein
sem ekki detmr til þess að gera fullyrðinguna ósanna. Þetta leiðir af sér
að það þýðir ekkert fyrir okkur að halda því fram að við vitum eitthvað
af þessu tagi með vissu. Það eina sem við getum gert er að reyna að af-
Sanna sem flestar kenningar og takmarka þannig fjölda þeirra setninga
sem gæm verið sannar. Það er sem sé ekki hægt að uppgötva sannleikann,
einungis fletta ofan af lyginni.
En ekki er nóg með þetta; til þess að hægt verði að fletta ofan af lyg-
mni þarf hún að vera sett fram á alveg sérstakan hátt. Það þarf að setja
tilgátur fram sem lögmál, sem segja fyrir um vissa hluti sem annaðhvort
koma fram eða ekki, og áhangendur kenningarinnar þurfa að gera sér
grein fyrir því hvaða kringumstæður mæla gegn henni og vera reiðubúnir
að falla frá henni ef hún stenst ekki prófið.
Meðal íþrótta sem Popper telur að séu óvísindalegar em stjörnuspeki
°g sálgreining Freuds. T. a. m. em fullyrðingar stjörnuspekinga um það
að skapgerð manna fari eftir því hvenær ársins þeir era fæddir afskaplega
erfiðar viðureignar fyrir þann að afsanna sem ekki trúir á þær, og að sama
skapi er það þá auðvelt fyrir stjörnuspekinginn að halda kreddu sinni.
Við skulum t. a. m. segja að stjörnuspekingi sem heldur því fram að „stein-
165