Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 7
Ádrepur
Andrésson og hópurinn í kringum hann framkvœmdu raunverulega menningar-
byltingu á íslandi. Sú menningargróska sem nú einkennir íslenskt þjóðfélag á
sviði bókmennta, myndlistar, tónlistar og leiklistar á allar rætur sínar í barátm
Kristins og félaga hans. Þessi byltingarhreyfing var aldrei mómð af stjórnmála-
samtökum íslenskra sósíalista, þótt þeir tækju þátt x henni af hrifningu; við-
fangsefni Máls og menningar voru aldrei rædd í stofnunum Sósíalistaflokksins
nema að frumkvæði Kristins E. Andréssonar, þegar hann bað um liðsinni til
þess að hrinda stórvirkjum í framkvæmd. Lífsviðhorf Kristins mómðust af
brennandi sósíalísku viðhorfi, en hann túlkaði það aldrei á kreddubundinn hátt:
í huga hans var íslensk alþýðumeiming forsenda þess að uxmt væri að koma
á íslenskum sósíalisma, á hliðstæðan hátt og forusmmennirnir í stjórnmála-
samtökum íslenskra sósíalista gerðu sér grein fyrir því að örugg afkoma var for-
senda efnahagslegra grundvallarbreytinga.
Vésteinn Lúðvíksson kemst svo að orði um vinnubrögð Kristins E. Andrés-
sonar í Máli og menningu: „Stjórnin réð framkvæmdastjóra sem líka var lengst
af formaður stjórnar. Hún hafði aldrei mikið frumkvæði, kom sjaldan til funda
og framkvæmdi oft á tíðum það sem þegar hafði verið hrundið í framkvæmd;
var með öðrum orðum afgreiðslu- og hallilújastofnun fremur en potturinn og
pannan. Oll eru þessi ósköp í þátíð en gæm eins verið í nútíð, því svona er
þetta páfadómsfyrirkomulag enn í öllum meginatriðum." Ég geri ráð fyrir því
að Vésteinn hafi komist að þessari niðurstöðu með því að lesa fundargerðar-
bækur Máls og menningar; a. m. k. hefur hann aldrei spurt mig neins, þótt
við séum góðir kunningjar. En í raun er þessi lýsing hugarburður. Ég átti
lengi sæti í stjórn Máls og menningar, samkvæmt ósk Kristins en ekki neinni
tilnefningu Sósíalistaflokksins. Reynsla mín var sú, að Kristinn hafði sífellt og
lifandi samráð; hann kom á skrifstofuna til mín eða ég til hans; ég kom heim
til hans og hann til mín; og tilgangurinn var ævinlega sá að ræða útgáfu Máls
og menningar og önnur vandamál félagsins. Á sama hátt hafði Kristinn sam-
band við aðra, ekki aðeins stjórnarmenn heldur og ólíklegustu aðila sem gátu
orðið Máli og menningu að liði. Vinnubrögð hans voru lifandi lýðræði en
ekkert kreddulýðræði; hinir formlegu stjórnarfundir voru aðeins skrásetning
þess sem ákveðið hafði verið milli funda.
Annar fjórðungur þessarar aldar mun fá sess í íslandssögunni sem glæsi-
legt byltingarskeið. Þá eru í senn framkvæmd alger umskipti á kjörum íslenskr-
ar alþýðu og ógleymanleg menningarleg sókn. Þessar umbyltingar voru for-
senda þess að lýðveldi var stofnað á íslandi 1944, vissulega með aðild ýmissa
sem haldnir voru minnimáttarkennd og þrælsótta, eins og reynslan sannaði
síðar. En sá sem gerir sér ekki grein fyrir eðli þessa byltingarskeiðs lifir í ein-
hverjum andlegum fílabeinsturni og memr veruleikann eins og stalínisti.
Menn eins og Kristinn E. Andrésson fæðast ekki oft hjá smáþjóð eins og
117