Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 10
Tímarit Mdls og menningar Gagnar gagnrýni? Nú líður að lokum þessa leikárs og þá vaknar löngun til að fá yfirlit yfir leik- sýningar vetrarins. Hvað hefur gerst í leiklist á þessu tímabili? Hefur einhver þróun orðið og þá í hvaða átt? Má greina markvissa stefnu í verkefnavali leik- húsanna? Hvaða túlkunarleið var valin í meðferð verkefna? Var eitthvað sem vakti sérlega mikla athygli? Sé litið yfir dagblöð vetrarins og leiklistargagnrýni þeirra lesin til að gera sér grein fyrir því, hvað gerst hefur á leiklistarsviðinu á umræddu tímabili og einungis tekið mið af þeim lestri, þá kemur margt kyndugt í ljós. Leikhúsfræðingar árið 2100 munu sjálfsagt álykta eftir lestur blaðanna að íslenskt leikhús hefði verið á mjög frumstæðu stigi, áhugi leikhúsmanna hefði einkum beinst að efnisþræði leikrita, menn hefðu enn ekki gert sér grein fyrir stíl leiktexta og/eða formi leikrits. Leikstjórinn hefði enn ekki verið orðinn skapandi listamaður heldur eins konar verkstjóri: „traust leikstjórn“. Leikstíll einungis raunsær: „leikarar trúverðugir" eða „raunsannir“. Þó að dagblöðin verji frá fjórðungi uppí heila síðu undir umsögn um svo til hverja leiksýningu er lesandinn litlu nær um sjálfar sýningarnar, frammistöðu einstakra leikara með tilliti til heildarinnar, textann þýddan eða frumsaminn, sem fluttur er, nema ef vera skyldi þennan margumrædda „lipra texta“, að ekki sé talað um leikstjórn verksins, nema þá hina „traustu leikstjórn“. í landi með ríka leikhúshefð þar sem miklir möguleikar eru á að láta stóran hóp manna njóta sama listviðburðar, hljóta kröfur leikhúsmanna og leikhús- gesta til gagnrýnandans að vera miklar. Það er vissulega mikill skaði að menn fjalla um leiklist, er virðast af skrifum sínum litla eða enga þekkingu hafa á því, úr hvaða þáttum leiksýning er samansett. Aldrei myndu áhugamenn um skák láta það líðast að bridgesérfræðingur blaðs, er hefði jafnvel opinberlega lýst því yfir að hann hefði lítið sem ekkert vit á skák, tæki að sér að skrifa um það efni. En hvernig væri æskilegt að gagnrýnandinn nálgaðist verkefni sitt? Texti leikrits ætti að vera sá hluti sýningarinnar, sem auðveldast væri að fjalla um, þar sem hann liggur fyrir í handriti. Hann má lesa aftur og aftur. Gildir þá einu hvort um er að ræða þýðingar eða íslensk verk. Hvað um stíl eða stílleysi, hvernig er mál og málnotkun, leikflétta, persónusköpun? Allt eru þetta efnis- þættir sem beinlínis má kanna í handritinu. Leikstjórinn hefur tekið afstöðu til leikritsins og túlkar það á ákveðinn hátt og það er túlkunarleið leikstjórans, sem er til umræðu. Hvort gagnrýnandanum likar sú leið sem valin er, er aukaatriði. (Hvernig yrði myndlistarmönnum við, 120
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.