Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar
bils er kenna má við sósíalíska þjóðfélagsumræðu, sem hófst upp úr 1930
og setti meginsvip á bókmenntir tveggja næstu áratuga.
Merki hinna nýju viðhorfa koma fram hjá Jóhannesi í kvæðinu „Ef ég
segði þér allt í Alftirnar kvaka. Það hefst svo
Ef ég segði þér alt, sem ég sé og heyri
er svífur húmið á skjá
og værðin svífur á víkinga dagsins,
— ég veit að þú grétir þá.
Eg get ekki sofið, ég get ekki sofið,
— það gustar um anda minn,
því sorgin að austan og sunnan og vestan
í sál mína leitar inn.
Það sem heldur vöku fyrir skáldinu er vitneskjan um félagslegt og efna-
legt misrétti í heiminum:
En lengra ég horfi — og auðvaldsins örn
yfir auðninni hlakka ég sé.-----
Það er hlegið að tárunum, hrækt á sárin,
— alt hringsnýst um völd og fé.
Það er hjalað um kærleika, sannleika, sælu,
— en sæki einhver hugsjón nær
dynja hrópin og ópin frá hræsnandi tungum,
sem heimta að hún þokist fjær!
Árið 1930 komu út tvær Ijóðabækur, sem hvor með sínum hætti eru
merkileg verk í sögu íslenskrar ljóðagerðar þessara ára. Það var Hamar
og sigð eftir Sigurð Einarsson, safn glóandi heitra baráttu- og ádeilukvæða
í mælskum ræðustíl og elduð af sósíalískum anda. Hin bókin var Kvceða-
kver Halldórs Laxness, sem einkenndist annars vegar af djörfum formtil-
raunum og hins vegar af skopstælingum á þeim tilfinningasama skáldskap,
sem hafði verið í tísku um sinn.
Tveimur árum síðar kom út eitthvert mesta tímamótaverk á höfundar-
ferli Jóhannesar úr Kötlum, Eg lcet sem ég sofi. í þessari bók eru jöfnum
höndum bjartsýn og rómantísk kvæði í anda æskuhugmynda skáldsins,
hvöss ádeilu- og hvatningarljóð limð sósíalískum viðhorfum og raunsæi-
legar myndir af kjömm og örlögum olnbogabarna samfélagsins. Hið þjóð-
félagslega ádeilu- og baráttuskáld Jóhannes úr Kötlum var komið fram á
sviðið.
132