Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
traustum fótum Jóhannes úr Kötlum stóð í íslenskri Ijóðhefð en af yngri
skáldum eru áhrif Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar auðsæjust.
Eg tek sem dæmi þessi erindi úr kvæðinu „Heima“:
Sól á himni og í hjarta!
Dýrðleg hásumarblíða!
Eg finn svæfandi sælu
inn í sál mína líða. —
Hversu margs er að minnast,
— engu má eg nú gleyma!
Hér er fullkomin fegurð!
— Og nú fer mig að dreyma.
Þú, mitt æskulífs óðal,
gamli, afskekti reitur!
Enn eg finn það svo feginn,
hvað þinn faðmur er heitur!
Blossar eldur í æðum,
þenjast aflmiklir vöðvar,
er þær opnast mér afmr,
þessar ástkæru stöðvar!
Og kvæðinu lýkur á þessu erindi:
Hnígur sunna til sævar,
— kveður sólheimr dagur.
Undrast hugur minn hrifinn,
hvað þú, heimur, ert fagur. —
Litast kóngsríkið kæra
dýru kvöldroðans blóði.
— Eg er guðlega glaður,
og þó — græt eg í hljóði.
Þeir, sem þekkja kvæði Stefáns, hljóta að kannast við hrynjandi brags-
ins og viðhorf skáldsins. Einmitt í mörgum persónulegum kvæðum bókar-
innar blasir við þetta stefánslega einkenni að leika á tvo strengi — lífsfögn-
uðar og sorgar — og báða samslungna guðstrú.
I ýmsum öðrum kvæðum bókarinnar ríkir meiri jarðnánd og hreysti-
hugur, hamingjukennd frammi fyrir starfi og gróðri sveitar hans, sem
minna má á Davíð. Eg tek sem dæmi þessi erindi úr kvæðinu „Að starfi“:
128