Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 58
Tímarit Máls og menningar
að hægt sé að afsanna eitthvað með aðferð Poppers, að hægt sé að fella
það að formi rökfræðinnar. Sem betur fer held ég að enginn vinstri maður
sé svo skyni skroppinn að hann hafi látið sér detta í hug að afsanna stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins, þótt þeir hafi vonandi hug til þess að berjast
gegn framkvæmd hennar.
Það eina sem er afsannanlegt, og þar með „vísindalegt“, í því sem ég
hafði eftir Marx hér að ofan, er fullyrðingin um að vinna skapi verðmæti
sem komi mönnum að gagni. Að vísu þarf að sníða hana talsvert til áður
en hægt er að prófa hana; það þarf að vera klárt hvað átt er við með
hugtakinu „vinna“, og eins þarf að vera ljóst hvað átt er við með hugtakinu
„verðmæti sem koma mönnum að gagni“. Þegar menn hafa komið sér
saman um þessa hluti, ætti að vera hægt að leita að gagndæmum, þar sem
menn „vinna“ en skapa samt ekki „verðmæti“. Eg veit ekki til þess að
þetta hafi verið gert ennþá.
Fullyrðingar Marx um vinnu, auð og völd eru því enn í fullu gildi.
Hvað þá um aðra þætti í kenningum Marx? Hefur eitthvað af þeim verið
afsannað? Það sem menn hafa aðallega bent á er það sem áður er á minnst
um að byltingin hafi gerst á skökkum stað. Þetta er rétt að nokkru leyti.
Byltingin varð ekki þar sem skilyrðin voru best að mati Marx. Hann taldi
að stéttaandstæðurnar yrðu greinilegastar í hinum iðnvædda Vesmrheimi,
og þess vegna hlyti alþýðan þar að láta fyrst til skarar skríða gegn valda-
stétmnum. Þetta reyndist ekki rétt, því valdastéttirnar sáu að sér og gripu
til alls kyns aðgerða til þess að sverfa versm agnúana af hinu kapítalíska
skipulagi með félagslegum umbómm, og alþýðan varð aldrei eins óánægð
og Marx þóttist sjá fyrir. Það er sem sé réttmætt að gagnrýna Marx fyrir
að hafa spáð vitlaust fyrir í þessu tilviki. En þetta er þó ekki svo alvarleg
yfirsjón að ástæða sé til þess að lýsa algjöru frati á athugasemdir hans um
stéttaandstæður og aðstæður til byltinga.
Það er nefnilega ekki víst að aðferð Poppers sé það töfratæki sem sumir
vilja vera láta. Ef hægt á að vera að beita þessari frægu afsönnunaraðferð,
verða fullyrðingar að vera settar fram á alveg sérstakan hátt. Þær verða
að hafa form eitthvað í áttina við eftirfarandi: „Allir steinar detta til jarðar
ef þeim er sleppt.“ Orðið allir eða eitthvað hliðstætt verður að vera í full-
yrðingunni, því annars gemr ein undantekning ekki afsannað hana. Við
gemm tekið mjög einfalt dæmi, sem skýrir vonandi það sem ég á við.
Við skulum segja að Nonni finni til í tánni, og við segjum að það sé
vegna þess að hann er með flís í tánni. Hægt er að segja sem svo að við
168