Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 96
Umsagnir um bækur TRYGGVI ER HÉR Ég man varla eftir nokkurri sjálfsævi- sögu þar sem frásögn af bernskuárun- um er ekki eftirminnilegasti þátturinn. Þannig hygg ég að verði líka með sjálfs- ævisögu Tryggva Emilssonar. Annað bindi hennar1 er mjög góð bók og lík- lega jafnbetur skrifuð en fyrsta bindið en aðstæðurnar sem lýst er eru sjaldan eins átakanlegar og frá greindi í fyrri bókinni. Líklega er þó orsök þessa ein- kennis sú sama í ævisögu Tryggva og öðrum: aldrei eru tilfinningarnar eins næmar og hreinar og á bernskudögun- um og engir tímar taka á sig sams kon- ar blæ í huga þeirra uppkomnu. Það kemur fljótt í ljós í þessu bindi af hverju Tryggvi hefur miðað bókaskil við þau mót í ævi sinni er hann flytur úr Öxnadalnum að Árnesi í Tungusveit. Þótt hann komi til vandalausra má segja að hann eignist þar nýja fjölskyldu í meira en einum skilningi. Og þótt hann væri þá þegar hagmæltur og ljóðelskur er ekki að efa að kynni hans af Árnes- fólki, meðan hann var enn á mótunar- skeiði, hafa orðið til að draga hug hans að bókum og orðsins list enn frekar en ella hefði orðið og þannig átt sinn þátt í því að hann lýkur nú sínum bónda- og verkamannsferli sem heiðri krýndur rithöfundur. 1 Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauðið. Æviminningar. Annað bindi. Mál og menning. Reykjavík 1977. Baráttan um brauðið nær yfir langt tímabil í ævi Tryggva, eða um það bil þrjá áratugi, og heiti bókarinnar er sann- arlega um leið ábending um þann ás sem líf hans snýst um á þessu skeiði: fyrst daglega önn í sveitinni og búskap- arbasl sem ekki skilar meiri arði en brýnustu nauðþurftum, síðan ár at- vinnuleysis og stéttabaráttu í kaupstaðn- um. Þegar Tryggvi vistræðst að Árnesi má segja að sú breyting sé orðin á högum hans að hann hafi tekið örlög sín í eigin hendur að miklu leyti þótt enn sé hann á vinnumannsárunum falinn for- sjá húsbænda. Áður hafði hann mátt þola það sem að höndum bar, eins og lýst er í Fátæku fólki. Baráttan á eigin ábyrgð er vissulega hörð en ekki þarf að frýja Tryggva hugar: hann stendur meðan stætt er. Sama vanmætti og á bernskuárunum ræður nú aldrei lífi hans, nema þegar veikindi sækja að og hann verður að liggja mánuðum saman á sjúkrahúsi. En þar er líka barist upp á líf og dauða og þá reynir til fulls á þann trausta lífsförunaut sem Tryggvi hefur valið sér. í þessum veikindakafla eru ýmsar eftirminnilegustu frásagnir bókarinnar. Ekki er það þó af því að Tryggvi sýni þar neina sjálfsmeðaumkv- un. Hann virðist finna meira til illra örlaga annarra en sjálfs sín, en í frá- sögnunum af þeim sem harðast urðu úti skynjum við líka þann möguleika sem blasti við Trj'ggva og virtist bíða hans í hverju spori þótt betur færi. 206
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.