Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 15
Adrepur Á síðasta ári barst fólki friðarins og andstöðunnar við herinn óvæntur og velþeginn liðsauki. Nokkrir ungir og aldnir þjónar kirkjunnar hafa játað það opinberlega að Guð almáttugur sé ekki í NATO. Skyldi það ekki verða undarleg tilfinning í brjóstum ráðherrasósíalismaráð- herranna að vakna upp einn sólbjartan sumarmorgun hægramegin við presta- stétt landsins? Og skyldi þeim ekki bregða í brá, blessuðum, nær þeir deyja? Steinunn Jóhannesdóttir Konan í klemmu Það er ekki einfalt eða auðvelt að meta stöðu íslenskrar kvennabaráttu þessa dagana. Um hana eru fáir sammála og allra síst konur. Sumar segja að þetta sé allt að koma, aðrar að það gangi allt of hægt, og til eru þær sem kvarta undan því að í rauninni hafi ekkert breyst til batnaðar, konur standi enn í sömu sporum og þær hafi alltaf staðið, áhrifalausar, kúgaðar og fyrirlitnar. Dæmi eru tínd til öllum þessum skoðunum til stuðnings. Dágóður hópur afrekskvenna á ýmsum sviðum, með Vigdísi Finnbogadóttur forseta í broddi fylkingar, er fyrstu kenn- ingunni til stuðnings. Allt of fáar konur í pólitískum áhrifastöðum sannar þá í miðið, og bág staða láglaunakvenna sem vinna grundvallar framleiðslu- og þjónustustörf heima og heiman er jafn bág og hún hefur alltaf verið miðað við þá sem betur mega sín í þjóðfélaginu, og sannar þriðju kenninguna. En þá ber svo við að konur sem fyrir skemmstu höfðu mestar áhyggjur af þriðja og síðasta hópnum tala nú ekki um annað meiren sameiginlegan reynsluheim kvenna sem upphefji allar stéttaandstæður og á honum beri að grundvalla hina nýju pólitík og bjóða fram. Ef satt skal segja þá hefur þessi síðasta hugmynd aðeins ruglað mig í ríminu, ég hef ekki verið alveg viss um hvað bæri að gera. Og þó. Kannski finn ég það. Ég bæði veit og skil, að til er eitthvað sem heitir kvennasaga, sem gleymdist að safna og segja, og sá þáttur, sem konur hafa átt í undirstöðu menningar þjóða sinna hefur jafnan verið lítils virtur og varla þótt orð á gerandi, með listrænum undantekningum þó. En að menning kvennanna sé þar með orðin ein og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.