Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 41
Úr heimi Ljósvíkingsins þjáða. I báöum tilvitnununum kemur fram sama hugsun, að fylling mennsk- unnar náist aðeins á vegi samlíðunarinnar, með því að taka á sig þjáningu þess sem þjáist. Nú gerir Ólafur Kárason raunar ekki skarpan greinarmun á sínum eigin þjáningum og þjáningum mannkynsins — en út í þá sálma verður ekki farið nánar hér. Samlíðunin er ekki aðeins fólgin í ákveðnu hugarfari, heldur er hún óhugs- andi án sjálfsafneitunar eða höfnunareigin hamingju ef svo ber undir. En í þeirri sjálfsafneitun felst engin höfnun á lífinu heldur er grundvöllur þessarar lífsaf- stöðu þvert á móti hið stóra „já“ til lífsins, þar með þjáningarinnar. Og í þessari sjálfsafneitun opnast dýpri lífsskynjun. Sú opnun kemur skýrast fram í öðru atvikinu sem fjallað verður um úr lífi Ólafs Kárasonar, viðskiptum hans við sýslumann. Þarer jafnframt um að ræða frávik frá fyrirmynd skáldsinseinsog fram hefur komið. Ólafur hlýtur þá ómannúðlegu meðferð að vera bundinn aftan í hross og fluttur þannig milli staða. Því fór fjarri að Magnús Hjaltason hlyti slíka meðferð. En einmitt í þessu atriði er annar hápunktur þjáningar skáldsins. í sögunni segir svo: „Við ein takmörk hættir maðurinn að skifta skapi, en í stað þess vex honum annar hæfileiki, í senn hagnýtara vopn og öflugri hlíf: hæfi- leikinn til að þola“ (II, 191). Skömmu síðar segir: „Ein kemur sú stund að eingin ofbeldisráðstöfun er framar fær um að snerta metnað yfirbugaðs skálds. Ólafur Kárason Ljósvíkíngur á ósýnilegan vin, sem aungvum mun nokkru sinni takast að nefna, hann gerir ekki aðeins tilfinnínguna þeim mun sljórri sem borin eru á manninn hvassari vopn, heldurber hann lífstein að hverju sári; andliti hins auðmýkta ljær hann tign sem er ofar þrótti lífsins, svo jafnvel hinn voldugasti óvinur sýnist hégómlegur“ (II, 191). í þessari reynslu er ekki um að ræða neitt val Ólafs eins og í fyrra dæminu. Hér er hann aðgerðarlaus þolandi þjáningar- innar, en einmitt þá kemur skýrar í ljós en annars að hin einmana, persónulega þjáning opnar nýja vídd í tilvist hans, þar sem hann hittir fyrir hinn ósýnilega vin. Hér er ekki um að ræða samlíðun. í þriðja dæminu úr þjáningum Ólafs er hann einnig hlutlaus þolandi, en þá liggur nærri að þjáning hans beri keim af þjáningum Jarþrúðar. Ólafur hefur farið erindisleysu um þorpið til þess að fá smíðaða kistu utan um látna dóttur sína og er á leið heim til sín, þá segir svo í sögunni: „(Hann er) þrátt fyrir alt þakklátur og feginn að eiga dáið barn og einkasorgir og þarmeð dýpri skilníng á jarðneskum fallvaltleik, þegar aðrir menn voru svo bundnir verðmætum þessa auma lífs ...“ (II, 107). í þessum orðum má greina enn eitt viðhorf til þjáningarinnar, sem felst í áherslu á hreinsunarmætti hennar, þar sem hún auðveldar manninum að greina milli hins varanlega og hins forgengilega. Hins 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.