Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar endurskapað það af fullkomnu frelsi án þess að flækjast í smáatriðum. Að því til- skildu náttúrlega að viðkomandi væri skáld. „Líkamlegt samband í noróurbænum" er raunsönn ýkjusaga á la SvavaJakobsdóttir, beinskeyttari hér heldur en í sjónvarps- uppfærslunni því hér er Guðrún í raun- verulegu líkamlegu sambandi við bílinn sem notandi hans. „Ást við fyrstu sýn“ þótti mér aftur á móti aldrei hefa sig en þar er lagt út af hinum hrikalega misskilningi kynjanna í ástamálum og tilhugalífi og eru gerð miklu betri skil í „Adolf og Eva“ og „Tröl/skessan“. Umgjörð Adolfs og Evu auk þess ósvikinn sjötti áratugur þegar fólk sem hafði ekki annað til sakar unnið en vanga síðasta dans stóð uppi með hvað annað út á gaddinum og eigraði um í næloni og blankskóm en ef það komst í húsaskjól tók ekki betra við því drengur- inn reyndist iðulega vera með fulla vasa af því sem stúlkan vildi ekki sjá. Já, svona var það, segir lesandinn og auðvitað var það búið að veta svona allan tímann þótt það renni ekki upp fyrir manni fyrr en einhver kemur nákvæmlega að því orðum. En Steinunn gerir betur en staðfesta það sem maður vissi fyrir, „Pabbatíminn“ kemur manni á óvart með sínum raunsæja tvískinnungi, lögð í hugskot einstæðrar móður sem liggur samansaumuð í bak og fyrir á fæðingardeildinni og sproksetur í huganum liðið og leggur á ráðin um að táldraga karlpening sem heimsækir lög- legar eiginkonur sínar. Ekki einleikið hvað maður getur lesið þessa sögu oft. Hér er ekki verið að hrúga saman setn- ingum til að hrekja lesandann út í hom og ýta honum niður í stól. Allt vex fram af skáldlegri útsjónarsemi og nákvæmni. Mætti ekki bara sjónvarpa öllu heila gill- inu? Hikstalaust „Lifðu líftnu lifandi“ þar sem kona af ætt Guðrúnar í norðurbæn- um er farin að skúra á Moderna Museet í Stokkhólmi en ofbýður svo nútímalistin að hún brýst inn í eftirlíkingu af geð- veikrasellu á The State Hospital, heggur á hlekki fanganna, brýtur fiskabúr af haus- um þeirra, og hæ{tir ekki fyrr en hún hefurgætt þá mannlegri reisn, þó svo hún hafi þurft að fórna goltreyjunni sinni til að hylja blygðun stípalingsins. Eða þá „Draumur í dðs“ þar sem eigin- lega vindur fram tveimur sögum, annars vegar af Sigrúnu sem er nýkomin úr heimshornaflakki en kemst ekki í krappan dans fyrr en hún fer að vinna í dósaverk- smiðju upp á Islandi. Hinsvegar Stella sem þjóðfélagið sker svo þröngan stakk að hún getur ekki haldið lífi í barninu sínu. í framhjáhlaupi eru flutt tíðindi af kjörum verksmiðjufólks, aðbúnaði lítilmagna og lítilmennsku góðmenna. Saga sem sver sig í ætt við ljóðið „Fyrir þína hönd“ úr ljóðabókinni Verksummerki. Saga sem kemur í tæka tíð því satt að segja var farið að hvarfla að lesanda að skáldið væri ein- skorðað við fliss og flím og fyrirmunuð einlægni. I sínum fyrri verkum þótti mér Stein- unn stundum föst í einhverjum heila- spuna eða húmor sem var svo prívat að lesandi átti í erfiðleikum með móttöku. Strax við fyrsta lestur á „Sögum til nœsta bœjar“ vekur athygli hve skáldkonan birt- ist frjáls og óþvinguð, það er eins og hún hafi fundið stellingar sem gera henni auðvelt að syngja erfiðustu aríur. Og það 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.