Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 93
Frelsið og sprengjan rökréttri þróun að leiða til þess að báðar blokkir leystust upp . . . og gera þjóðum Austur- og Vestur-Evrópu kleift að taka upp sjálfstjórn og pólitískan hreyfanleika ber mjög keim af vélrænum hugmyndum slökunarstefnu (détente). Þessi hug- mynd felur framar öðru í sér takmörkun á vígbúnaði og efnahagssamvinnu. Fylgjendur hennar í austri hyggjast einkum efla efnahagsþáttinn. En nokkrir talsmenn í vestri vænta þess, að slökunarstefna í vígbúnaðar- og efnahagsmálum muni bæta stöðuna í málum er varða mannréttindi og borgaraleg réttindi. Sá skilningur er sprotdnn af þeirri ætlun að vaxandi vígbúnaður valdi því að mannréttindi eru ekki virt. Slíkt kann að eiga við í vestrænum lýðræðisríkjum en því er öfugt farið í alræðisríkjum. Héma megin kemur skerðing mannréttinda einnig fram sem vaxandi víg- búnaður, sem hernaðarhyggja. Ef þér skynjið þessa stöðu þveröfugt þá er það skammhlaup eða sjónhverfing sem þér beitið til að skýra ástandið í alræðisríki í ljósi þess hvernig þér metið eigin aðstæður. Ef þér, í framhaldi af því, staðhæfið að það sé nægilegt, að beina blokkunum af þeirri leið sem stefnir í árekstur og þá taka þær að breytast. Vopnaframleiðendur og lögregla byrja að glata áhrifamætti sínum .. . og nýtt svigrúm myndast fyrir stjórnmál þá er það óræk sönnun fyrir „litlum pólitískum undirbúningi“ yðar, en þó ekki í þeim skilningi sem þér ætlið. Mér skilst að vaxandi fjöldi borgara í vestrænum lýðræðisríkjum fylgist kvíðafullur með auknum vígbúnaði, sem hefði bein áhrif á lönd þeirra ef til átaka kæmi. Þó verður afvopnunarhreyfmgin, ef hún hefst handa og starfar samkvæmt þeim forsendum sem fram koma í pólitískum skrifum yðar, mjög áhrifaríkt afl, sem vinna mun óafvitandi í þágu alræðiskerfis sem stefnir að heimsyfirráðum, byggðum á afnámi allra mannréttinda. Eftir fundinn í Múnchen hrópaði Chamberlain: „Ég hef verið svikinn." Þar komu í ljós vonbrigði manns er leitaði friðar, en átti með einfeldni sinni þátt í að stríð braust út. Marx ritaði í „Átjánda brumaire Lúðvíks Bónaparte" að sagan endurtaki sig aldrei nema sem skrípaleikur. Ef litið er til þess, sem gerðist í Múnchen, sem samkvæmt skilgreiningu var skrípaleikur, yrði þetta augljóslega slíkur skrípaleikur í öðru veldi. Eg held að kjarni skilnings yðar sé fólginn í þeirri pólitísku forsendu sem skiptir pólitískum öflum í hægri og vinstri. Innan þess ramma fallist þér aðeins 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.