Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 93
Frelsið og sprengjan
rökréttri þróun að leiða til þess að báðar blokkir leystust upp . . . og gera þjóðum
Austur- og Vestur-Evrópu kleift að taka upp sjálfstjórn og pólitískan hreyfanleika
ber mjög keim af vélrænum hugmyndum slökunarstefnu (détente). Þessi hug-
mynd felur framar öðru í sér takmörkun á vígbúnaði og efnahagssamvinnu.
Fylgjendur hennar í austri hyggjast einkum efla efnahagsþáttinn. En nokkrir
talsmenn í vestri vænta þess, að slökunarstefna í vígbúnaðar- og efnahagsmálum
muni bæta stöðuna í málum er varða mannréttindi og borgaraleg réttindi. Sá
skilningur er sprotdnn af þeirri ætlun að vaxandi vígbúnaður valdi því að
mannréttindi eru ekki virt. Slíkt kann að eiga við í vestrænum lýðræðisríkjum
en því er öfugt farið í alræðisríkjum.
Héma megin kemur skerðing mannréttinda einnig fram sem vaxandi víg-
búnaður, sem hernaðarhyggja.
Ef þér skynjið þessa stöðu þveröfugt þá er það skammhlaup eða sjónhverfing
sem þér beitið til að skýra ástandið í alræðisríki í ljósi þess hvernig þér metið
eigin aðstæður. Ef þér, í framhaldi af því, staðhæfið að það sé nægilegt, að
beina blokkunum af þeirri leið sem stefnir í árekstur og þá taka þær að breytast.
Vopnaframleiðendur og lögregla byrja að glata áhrifamætti sínum .. . og nýtt
svigrúm myndast fyrir stjórnmál
þá er það óræk sönnun fyrir „litlum pólitískum undirbúningi“ yðar, en þó ekki
í þeim skilningi sem þér ætlið.
Mér skilst að vaxandi fjöldi borgara í vestrænum lýðræðisríkjum fylgist
kvíðafullur með auknum vígbúnaði, sem hefði bein áhrif á lönd þeirra ef til
átaka kæmi. Þó verður afvopnunarhreyfmgin, ef hún hefst handa og starfar
samkvæmt þeim forsendum sem fram koma í pólitískum skrifum yðar, mjög
áhrifaríkt afl, sem vinna mun óafvitandi í þágu alræðiskerfis sem stefnir að
heimsyfirráðum, byggðum á afnámi allra mannréttinda.
Eftir fundinn í Múnchen hrópaði Chamberlain: „Ég hef verið svikinn." Þar
komu í ljós vonbrigði manns er leitaði friðar, en átti með einfeldni sinni þátt í að
stríð braust út. Marx ritaði í „Átjánda brumaire Lúðvíks Bónaparte" að sagan
endurtaki sig aldrei nema sem skrípaleikur. Ef litið er til þess, sem gerðist í
Múnchen, sem samkvæmt skilgreiningu var skrípaleikur, yrði þetta augljóslega
slíkur skrípaleikur í öðru veldi.
Eg held að kjarni skilnings yðar sé fólginn í þeirri pólitísku forsendu sem
skiptir pólitískum öflum í hægri og vinstri. Innan þess ramma fallist þér aðeins
83