Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 105
Frelsið og sprengjan
ráðskast með þessa hreyfingu sér til framdrattar. Við bjóðum hvorki Nató né
Varsjárbandalagi nein friðindi. Markmið okkar hlýtur að vera að forða Evrópu frá
árekstrum, þvinga Bandaríkin og Sovétríkin til þess að taka upp slökunarstefnu
og endanlegt markmið er að leysa upp bæði þessi stóru valdabandalög.
Þetta voru okkar orð og þau meintum við bæði vitandi vits og „óafvitandi“.
Ekki vil ég kalla þessa stefnu fullkomna. Ég vil engan veginn víkjast undan
rökræðum. Mörg vandamál er við að glíma: eigum við að stefna að kjarnorku-
vopnalausu svæði milli Póllands og Portúgal eða frá Atlantshafi til Úralfjalla?
Eigum við að tengja saman hefðbundinn vopnabúnað og kjarnorkuvopn og
krefjast þess að Bandaríkin og Sovétríkin dragi til baka allan hefðbundinn
herstyrk sinn, stig af stigi, í samræmi við tillögur Rapackis?
Eg held því einungis fram að á grundvelli Ávarpsins sé unnt að hefja
sameiginlegar aðgerðir og opinskáar viðræður. Á það skal lögð áhersla að það er
fremur markaðstorg skoðanaskipta, umræðna og tillagna en fastmótuð stefnu-
skrá. Og vonandi einnig vettvangur mannlegra samskipta: við setjum okkur
fyrir sjónir Evrópuþing, kannski einhvers konar breiða liðssöfnun eða „leikvang
friðar“ þar sem borgarar í austri og vestri geta mæst milliliðalaust.
Baráttuaðferðirnar eru enn í mótun. Og það er hvorki hulin hönd
eða dulinn liðsoddi sem ráðskast með þessa hreyfingu, né gæti svo verið.
Sérhver einstaklingur, flokkur, kirkjudeild eða félagsskapur sem styður mark-
mið Ávarpsins er af þeim sökum hluti hreyfingarinnar. Við höfum hvorki mikið
skrifstofubákn né digra sjóði. Fólkið verður sjálft að gera það sem gera þarf. Við
erum heldur ekki í þeirri aðstöðu að geta hafnað stuðningi, hvaðan sem hann
kemur. Við getum ekki gluggað í skilríki fólks eða þvingað fram einhverja
flokkslínu.
En við getum haft og höfum í heiðri ákveðin grundvallaratriði. Eitt er
sjálfstjórn friðarhreyfingarinnar (sem ég hef þegar lagt áherslu á). Hreyfingin
hefur ekki skyldur gagnvart annarri hvorri blokkinni heldur aðeins því að skapa
aftur Evrópu friðarins.
I annan stað má nefna gagnkvæmni sem grundvallarskilyrði. Sérhverja ein-
hliða aðgerð einhverrar þjóðar í þá veru að afsegja eða hafna kjarnorkuvopnum
og herstöðvum, ber að skoða sem hluta af baráttu sem nær til alls meginlands-
ins. Mótmæli og önnur form táknrænna aðgerða beinast einnig að því að kalla
fram sams konar viðbrögð annarra ríkja. Við höfum hug á samskiptum við ýmis
konar öfl austantjalds og vísum ekki frá okkur samræðum við hálfopinberar
nefndir.
95