Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 105
Frelsið og sprengjan ráðskast með þessa hreyfingu sér til framdrattar. Við bjóðum hvorki Nató né Varsjárbandalagi nein friðindi. Markmið okkar hlýtur að vera að forða Evrópu frá árekstrum, þvinga Bandaríkin og Sovétríkin til þess að taka upp slökunarstefnu og endanlegt markmið er að leysa upp bæði þessi stóru valdabandalög. Þetta voru okkar orð og þau meintum við bæði vitandi vits og „óafvitandi“. Ekki vil ég kalla þessa stefnu fullkomna. Ég vil engan veginn víkjast undan rökræðum. Mörg vandamál er við að glíma: eigum við að stefna að kjarnorku- vopnalausu svæði milli Póllands og Portúgal eða frá Atlantshafi til Úralfjalla? Eigum við að tengja saman hefðbundinn vopnabúnað og kjarnorkuvopn og krefjast þess að Bandaríkin og Sovétríkin dragi til baka allan hefðbundinn herstyrk sinn, stig af stigi, í samræmi við tillögur Rapackis? Eg held því einungis fram að á grundvelli Ávarpsins sé unnt að hefja sameiginlegar aðgerðir og opinskáar viðræður. Á það skal lögð áhersla að það er fremur markaðstorg skoðanaskipta, umræðna og tillagna en fastmótuð stefnu- skrá. Og vonandi einnig vettvangur mannlegra samskipta: við setjum okkur fyrir sjónir Evrópuþing, kannski einhvers konar breiða liðssöfnun eða „leikvang friðar“ þar sem borgarar í austri og vestri geta mæst milliliðalaust. Baráttuaðferðirnar eru enn í mótun. Og það er hvorki hulin hönd eða dulinn liðsoddi sem ráðskast með þessa hreyfingu, né gæti svo verið. Sérhver einstaklingur, flokkur, kirkjudeild eða félagsskapur sem styður mark- mið Ávarpsins er af þeim sökum hluti hreyfingarinnar. Við höfum hvorki mikið skrifstofubákn né digra sjóði. Fólkið verður sjálft að gera það sem gera þarf. Við erum heldur ekki í þeirri aðstöðu að geta hafnað stuðningi, hvaðan sem hann kemur. Við getum ekki gluggað í skilríki fólks eða þvingað fram einhverja flokkslínu. En við getum haft og höfum í heiðri ákveðin grundvallaratriði. Eitt er sjálfstjórn friðarhreyfingarinnar (sem ég hef þegar lagt áherslu á). Hreyfingin hefur ekki skyldur gagnvart annarri hvorri blokkinni heldur aðeins því að skapa aftur Evrópu friðarins. I annan stað má nefna gagnkvæmni sem grundvallarskilyrði. Sérhverja ein- hliða aðgerð einhverrar þjóðar í þá veru að afsegja eða hafna kjarnorkuvopnum og herstöðvum, ber að skoða sem hluta af baráttu sem nær til alls meginlands- ins. Mótmæli og önnur form táknrænna aðgerða beinast einnig að því að kalla fram sams konar viðbrögð annarra ríkja. Við höfum hug á samskiptum við ýmis konar öfl austantjalds og vísum ekki frá okkur samræðum við hálfopinberar nefndir. 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.