Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar greinar alþýðunnar. Málverk eru lokuð inni á söfnum, sem Halldór nefnir „grafhvelfingar“ listarinnar (190). Þó að hann segi svona umbúðalaust að blýantur og pensill séu aflóga verkfæri, þá dregur hann úr einföldun sinni með því að viðurkenna að málverk eða teikning tengist ekki bara auga listamannsins og hlutnum sem sýndur er heldur einnig hugmyndaflugi listamannsins. En í framhaldinu birtist aftur skýrt sú yfirborðslega hugmynd að myndin hljóti að vera eftirmynd hlutar þar sem hann fer háðulegum orðum um Brancusi og mynd hans „af fljúgandi fugli“ sem reyndar lítur út eins og skónál. Halldór segir um þessa mynd: „sýnir það, hvernig fljúgandi fugl hefir verkað á ímyndunarafl þessa meistara. Sami hefirgert mynd af Sokratesi í líkingu skrúflykils“ (173—4). Þarna er skáldið undir áhrifum frá verstu tegund af endurspeglunarfagurfræði. Þetta kemur mönnum spánskt fyrir sjónir þegar það er rifjað upp að hann studdi óhlutbundna myndlist gegn Jónasi frá Hriflu rúmum áratug síðar, en í formál- anum frá 1945 biðst hann nánast afsökunar á þessari ritgerð og efast um að hann hafi talað í alvöru. I þessari grein kemur aftur fram hið kyrrstæða staðreyndahugtak Halldórs. Staðreynd er staðreynd á sama hátt og Sókrates er maður og ekki skrúflykill. Af þessu leiðir að listamaðurinn Brancusi er óáhugaverður frá almennu og listrænu sjónarmiði, og ekki aðeins það, heldur er undirskilið að sá sem skynji mann í líki skrúflykils sé ekki með réttu ráði; og fer nú lítið fyrir því sem Halldór skrifaði stuttu áður um ímyndunaraflið. Ekki er furða skv. þessu viðhorfi þótt sá sem sér verkfæri þar sem aðrir sjá mann geti ekki áttað sig á réttmæti og nauðsyn sósíalismans. I Alpýðubókinni er réttmæti sósíalismans ekki skoðun heldur staðreynd.8 Halldór ritar að ljósmyndun útiloki ímyndunaraflið, og þessu heldur hann fram í samræmi við þá hlutlægnishyggju í listskilningi og þekkingarfræði sinni, sem í þessari grein hans a.m.k. er sú sem nefnd hefur verið lenínsk. En þegar tækniaðdáandinn Halldór hefur „viðurkennt“ að vélrænt gerðar myndir útiloki ímyndunaraflið, skrifar hann: „Samt verður því ekki neitað, að ljósmyndun, kvikmyndun og gagnmyndun (Röntgen) eru allar þróunarspor í sögu myndgerðar engu síður en hafskip er framfaraspor í sögu sjóferða frá því, er menn reru á litlum kænum með ströndum fram og kunnu ekki einu sinni að nota segl. Þegar öllu er á botninn hvolft, — hvaða mynd nálgast meir útlit hlutanna, eins og augað sér það, en ljósmyndin og þá einkum hin skilgetna dóttir hennar, kvikmyndin sem er í raun réttri einungis afbrigði ljósmyndunar? Fullkomnun litaðrar ljósmyndunar er í undirbúningi á efnarannsóknarstofum, en með henni virðist vestræn menning hafa framkvæmt 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.