Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 48
Ámi Sigurjðnsson
Hugmyndafræði Alþýðubókarinnar
Sósíalísk grundvallarsjónarmið
Alpýðubókin, ritgerðasafn Halldórs Laxness, sem kom út árið 1929, er athyglis-
verð bók fyrir það meðal annars að hún markar greinileg skil í hugmynda-
fræðilegri þróun höfundarins. Eftir „nýrómantískt" og hamsúninnblásið tíma-
bil í æsku skrifaði hann framúrstefnuskáldsöguna um vefarann Stein Elliða.
Alþýðubókin aftur á móti sýnir að nú er fáni sósíalismans dreginn að húni.
Bókin er hvatskeytlega skrifuð og það m.a. gerir hana skemmtilega og eykur
jafnframt heimildagildi hennar um hugmyndir skáldsins.
Halldór hefur sagt að hann hafi aldrei verið marxisti. Hann gekk ekki í
Kommúnistaflokk íslands, en var meðal stofnenda Sósíalistaflokksins árið 1938.
Stjórnmálaafstaða Halldórs á þessum árum hefur verið ýmsum hugleikin;
kúvendingar hans ollu vonbrigðum, og sumir álíta að hann hafi reynt að falsa
fortíð sína eftir á og gera lítið úr stjórnmálaafskiptum sínum.1 Astæðan er
náttúrlega sú að hann er og hefur verið „mikilvægur“, orð hans vógu þungt,
og minni spámenn eltu hann, — sumir hvert fótmál. Hér er hvorki ætlunin að
fjalla um síðari túlkun skáldsins á stjórnmálafortíð sinni né neitt sem sumir vilja
kalla „svik“ hans. En tvær ástæður valda því að mér þykir fróðlegt að gæta að
hugmyndaþróun Halldórs þessi ár mikilla stjórnmálaátaka. Slík athugun getur
dýpkað myndina af hinum frábæru skáldsögum hans frá þessum tíma, og hún
getur orðið vinstrihreyfingunni að liði við að skilja sjálfa sig.
Þegar rætt er um hvort Halldór hafi verið sósíalisti á tíma Alþýðubókarinnar
má byrja á því að vitna í orð hans sjálfs um það efni. Hann kemst nefnilega svo
að orði í bréfi frá 1929 að hann sé „kommúnisti, sósíalisti, single-taxer, sam-
vinnumaður og aristókrati".2 Hann gaf Alþýðuflokknum bókina til útgáfu, sem
er nokkur vísbending um að hann hafi talið hana í anda jafnaðarstefnunnar. í
formála fyrstu útgáfunnar eftir Jakob Smára segir, að enda þótt bókin beri fram
málstað jafnaðarmanna og boði þjóðskipulag jafnaðarstefnunnar, þá sé nú ekki
víst að alþýðuflokksmenn geti skrifað undir allt sem Halldór segi t.d. um listir
og trúmál.
Halldór skrifar sjálfur í formálanum frá 1945 (2. útg.) að bókin sé ekki
sósíalískt rit nema hvað varði nokkur grundvallarsjónarmið (í 4. útg. bls. 13;
38