Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar leika, en getum samt ekki stillt okkur um að reyna að höndla það.“15 Og Göthe bætir við: „Það er sönn táknmynd þar sem hið sérstæða tjáir hið algilda.“16 Að þessum skilningi, sem er jafnframt hinn almennt viðtekni skilningur á hlutverki táknsins í skáldskap, eru táknmyndir (og táknmál í víðari skilningi) óhjá- kvæmilegar til þess að fjalla um hluti eins og fegurðina að skilningi Ólafs Kárasonar. Nú verður fjallað um nokkur þekkt tákn úr Heimsljósi, sem öll gegna sama hlutverki, þ.e. að tjá hinn tragíska lífsskilning Ólafs Kárasonar. Jökullinn, tónninn, sólin og ímynd konunnar, öll þessi tákn tjá ekki aðeins tragíska lífs- skynjun heldureinnig tragíska von,ekkert þeirra tjáir í sjálfu sér vonleysi einsog þau koma fram í Heimsljósi og eiga þar af leiðandi aðeins samleið með hinum hefðbundna tragíska lífsskilningi að vissu marki. Öll þessi tákn tjá tvíræðni lífsins, örvæntingarfulla, hjálparvana spurningu mannsins í einmanaleik sínum og þjáningu. Skal nú vikið að þeim táknmyndum sem nefndar voru. Kvenmyndin Um ímynd konunnar í verkum Laxness segir Wilhelm Friese réttilega: „Allar konur í verkum Laxness hafa eitthvað ævintýralegt og óraunverulegt við sig“.17 Ekki þarf að fletta lengi í verkum skáldsins til þess að leiða rök að þessari fullyrðingu. Allt frá æskuverkum til Kristnihalds undir Jökli leikur sérkenni- legur blær um ímynd konunnar. í Vefaranum mikla frá Kasmír stendur bar- áttan í sál hins unga Steins Elliða um konuna, hann telur sig þurfa að velja milli konunnar og Guðs. Konan er hér andstæðingur Guðs. Þetta hefur Laxness síðar orðað á þá leið að í kristinni trú séu náin tengsl milli konunnar og djöfulsins. Hins vegar kemur konan sem madonna eða guðsmóðir einnig fram í eldri verkum Laxness. Hvort sem fullyrðing Laxness um tengsl konunnar við djöf- ulinn, konan sem diabolos, á við rök að styðjast eða ekki hefur Peter Hallberg bent á sterk áhrif heimspekingsins Otto Weininger á þessar hugmyndir og sömuleiðis hefur hann vakið athygli á vissum skyldleika við Strindberg að þessu leyti. Hjá báðum þessum mönnum kemur fram ákveðið kvenhatur, sem hjá Weininger var reyndar útfært í flóknu heimspekikerfi. Fljótlega virðist Laxness hafa losað sig undan þessum áhrifum, a.m.k. að einhverju leyti. Hins vegar standa orð Wilhelms Friese í fullu gildi. Hallberg hefur haldið því fram að konan í verkum Laxness sé ávallt heiðin í þeim skilningi að hún tákni veruleika sem sé annar og jafnvel andstæður veruleika Guðs að kristnum skilningi.18 Nefnir hann Snæfríði íslandssól sem dæmi. Vafasamt er að þessi túlkun Hall- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.