Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar
leika, en getum samt ekki stillt okkur um að reyna að höndla það.“15 Og Göthe
bætir við: „Það er sönn táknmynd þar sem hið sérstæða tjáir hið algilda.“16 Að
þessum skilningi, sem er jafnframt hinn almennt viðtekni skilningur á hlutverki
táknsins í skáldskap, eru táknmyndir (og táknmál í víðari skilningi) óhjá-
kvæmilegar til þess að fjalla um hluti eins og fegurðina að skilningi Ólafs
Kárasonar.
Nú verður fjallað um nokkur þekkt tákn úr Heimsljósi, sem öll gegna sama
hlutverki, þ.e. að tjá hinn tragíska lífsskilning Ólafs Kárasonar. Jökullinn,
tónninn, sólin og ímynd konunnar, öll þessi tákn tjá ekki aðeins tragíska lífs-
skynjun heldureinnig tragíska von,ekkert þeirra tjáir í sjálfu sér vonleysi einsog
þau koma fram í Heimsljósi og eiga þar af leiðandi aðeins samleið með hinum
hefðbundna tragíska lífsskilningi að vissu marki. Öll þessi tákn tjá tvíræðni
lífsins, örvæntingarfulla, hjálparvana spurningu mannsins í einmanaleik sínum
og þjáningu. Skal nú vikið að þeim táknmyndum sem nefndar voru.
Kvenmyndin
Um ímynd konunnar í verkum Laxness segir Wilhelm Friese réttilega: „Allar
konur í verkum Laxness hafa eitthvað ævintýralegt og óraunverulegt við sig“.17
Ekki þarf að fletta lengi í verkum skáldsins til þess að leiða rök að þessari
fullyrðingu. Allt frá æskuverkum til Kristnihalds undir Jökli leikur sérkenni-
legur blær um ímynd konunnar. í Vefaranum mikla frá Kasmír stendur bar-
áttan í sál hins unga Steins Elliða um konuna, hann telur sig þurfa að velja milli
konunnar og Guðs. Konan er hér andstæðingur Guðs. Þetta hefur Laxness síðar
orðað á þá leið að í kristinni trú séu náin tengsl milli konunnar og djöfulsins.
Hins vegar kemur konan sem madonna eða guðsmóðir einnig fram í eldri
verkum Laxness. Hvort sem fullyrðing Laxness um tengsl konunnar við djöf-
ulinn, konan sem diabolos, á við rök að styðjast eða ekki hefur Peter Hallberg
bent á sterk áhrif heimspekingsins Otto Weininger á þessar hugmyndir og
sömuleiðis hefur hann vakið athygli á vissum skyldleika við Strindberg að þessu
leyti. Hjá báðum þessum mönnum kemur fram ákveðið kvenhatur, sem hjá
Weininger var reyndar útfært í flóknu heimspekikerfi. Fljótlega virðist Laxness
hafa losað sig undan þessum áhrifum, a.m.k. að einhverju leyti. Hins vegar
standa orð Wilhelms Friese í fullu gildi. Hallberg hefur haldið því fram að
konan í verkum Laxness sé ávallt heiðin í þeim skilningi að hún tákni veruleika
sem sé annar og jafnvel andstæður veruleika Guðs að kristnum skilningi.18
Nefnir hann Snæfríði íslandssól sem dæmi. Vafasamt er að þessi túlkun Hall-
18