Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 65
IIugmyndafrceði Alþýðubókarinnar á að halda hlutfallstekjum sínum stöðugum af því að verkfæri þeirra þróast lítt frá tæknilegu sjónarmiði. Þá er aðeins um það að ræða að lengja vinnudaginn, og Halldór kvartar einmitt undan þeirri byrði.12 Ritvélin er ekki merk tækni- framför á mælikvarða kjarnorkualdar. Þetta ber að hafa í huga í sambandi við áhuga Halldórs á að starfa við kvikmyndagerð. Það ereftirtektarvert hversu skiptur Halldórer í afstöðunni til hástéttarinnar annars vegar og lágstéttarinnar hins vegar, og þetta tvennt er fullkomlega samhverft. Þegar hann fjallar um menningu borgarastéttarinnar ræðir hann ýmist um snillinga eða lágkúru; þegar hann ræðir um alþýðuna er ýmist að hann kveður hana vera mestan kennara sinn ellegar að hann segir henni til með kennimannlegum myndugleik. Þótt Halldór velji að standa alþýðunnar megin á kreppuárunum fer ekki á milli mála að á þeim tíma hafði hann önnur og meiri tækifæri en verkafólk almennt. Með því að afneita Sovétríkjunum gæti ég orðið ríkur, skrifar hann á fyrstu síðum Gerska œfmtýrsins. Halldór var í þeirri algengu stöðu menntamanna að búa við líka afkomu og alþýðufólk en vera þó öðruvísi settur að sumu leyti: hann telur sig geta svikið alþýðuna sér til ábata. Rithöf- undutinn er hvítflibbaverkamaður, sem vinnur við hugmyndafræðikerfið og talar þá tungu sem er fin og viðurkennd. Hann hefur frelsi til að úthúða valdastéttinni — enda verður hann trúverðugri gagnvart alþýðunni við það — en verður að viðurkenna eins og Arnaldur í Sölku Völku að fólk af borgarastétt getur verið skemmtilegt viðræðu og haft „fjölbreytt hugsunarlíf“ (Salka Valka II (þ.e. 2. bindi frumútgáfu) 193). Hreinlcetismálin Halldór skrifar mikið um hreinlæti í Alþýðubókinni. Spurningin um þrifnað íslendinga og þrifnað yfirleitt hefur greinilega sálfræðilega og félagslega yfir- tóna, að ekki sé talað um þá trúarlegu. Sú tenging við sálfræði sem beinast liggur við er auðvitað sú að hreinlætisæði standi í réttu hlutfalli við sektar- kennd. Þá er sálrænni kreppu varpað yfir á umhverfið, og menn fara að þvo ósýnileg óhreinindi. Félagslegar hliðar þessa máls eru þá meðal annars „óhrein- indi“ gullsins, einkum þess gulls sem verslun og bankastarfsemi gefa af sér, en kristnir hafa frá fornu fari óbeit á slíkri starfsemi (ekki þó kalvínistar skv. frægri kenningu). Þannig hefur Halldór í Alþýðubókinni mikið á móti verslunarauð- valdinu.13 Önnur félagsleg hlið hreinlætisvandamálsins, sem vert er að geta hér, varðar bókina sem vöru. Á tíma kapítalismans framleiða höfundamir fyrir vörumarkað. Þeir hafa tilhneigingu til að upplifa sjálfa sig sem mellur þegar þeir selja mikið en sem misskilda snillinga þegar þeir selja lítið. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.