Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 121
Umsagnir um bækur í ÖRMUM KOLKRABBANS Fríða A. Sigurðardóttir gaf í fyrra út smá- sagnasafn sem hlaut prýðilegar viðtökur og nú hefur hún sent frá sér fyrstu skáld- söguna.1 Sólin og skugginn er spítalasaga, lýsir fjögurra vikna dvöl ungrar konu á spítala. Sagan er sögð í þriðju persónu en allt er séð af sjónarhóli aðalpersónunnar, Sigrúnar. Hún hefur lent í slysi og átt í erfiðleikum eftir það; ekki fengið fullan mátt, auk þess sem hún er þjáð af höfuð- verkjum og yfirliðum. Læknum hefur ekki tekist að finna orsakirnar og nú á að gera gangskör að rannsóknum. Læknum tekst þó hvorki að finna orsakir fyrir sjúkdómi Sigrúnar, né bæta þjáningar hennar, þótt vonir séu gefnar um að haldið verði áfram að reyna í alvöru. En spítalavistin verður djúpstæð sálræn reynsla fyrir Sigrúnu, og þeirri reynslu er miðlað í bókinni. Sá sem lagður er inn á spítala er með vissum hætti kominn inn í nýtt samfélag, kynnist nýju fólki og nýjum aðstæðum, en hann heldur þó sambandi við fólkið fyrir utan í heimsóknartíma og með sim- tölum, og smám saman skynjar hann fleiri þætti samfélagsins fyrir utan í heiminum fýrir innan. Lokað samfélag sjúkrahússins 1 Fríða Á. Sigurðardóttir: Sólin og skugginn. Skuggsjá. Hafnarfirði, 1981. birtir í hnotskurn ýmis megineinkenni samfélagsins fyrir utan. Sólin og skugginn dregur upp skarpa mynd af andstæðum, eins og nafnið bendir til: við kynnumst ótta og öryggis- leysi sem takast á við viljann til lífs og baráttu, valdi er stillt upp gegn vanmætti, stofnun gegn einstaklingi, einangrun og ótta gegn ást og samkennd. Skýrast blasir hér við lesandanum andstæðan milli læknis og stofnunar annars vegar og sjúklinga hins vegar. Þar er um að ræða málefni sem sjálfsagt er illkleift að gera nokkra hlutlausa athugun á og umfram allt fátt sem þeir geta lagt til mála sem þekkja ekki spítalalíf af eigin raun. Ég geri ekki ráð fyrir að læknar eða hjúkrunarfólk skynji aðstöðu sína gagnvart sjúklingum sem valdaaðstöðu, en hitt er bert bæði af þessari bók og ýmsum öðrum að margir sjúklingar skynja stöðu sína á sjúkrahús- inu sem vanmáttuga og niðurlægjandi. Styrkur sögunnar felst m.a. í því að höf- undi tekst mætavel að gefa þessu við- fangsefni víða skirskotun þannig að sjúklingurinn og aðstaða hans verður dæmi fremur en eitthvað einstakt. Þannig kemur skýrt í ljós að ótti og öryggisleysi þess sem á í vök að verjast hefur áhrif á öll samskipti við annað fólk, ekki aðeins samskipti við þann sem hann lítur á sem 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.