Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 121
Umsagnir um bækur
í ÖRMUM KOLKRABBANS
Fríða A. Sigurðardóttir gaf í fyrra út smá-
sagnasafn sem hlaut prýðilegar viðtökur
og nú hefur hún sent frá sér fyrstu skáld-
söguna.1 Sólin og skugginn er spítalasaga,
lýsir fjögurra vikna dvöl ungrar konu á
spítala. Sagan er sögð í þriðju persónu en
allt er séð af sjónarhóli aðalpersónunnar,
Sigrúnar. Hún hefur lent í slysi og átt í
erfiðleikum eftir það; ekki fengið fullan
mátt, auk þess sem hún er þjáð af höfuð-
verkjum og yfirliðum. Læknum hefur
ekki tekist að finna orsakirnar og nú á að
gera gangskör að rannsóknum. Læknum
tekst þó hvorki að finna orsakir fyrir
sjúkdómi Sigrúnar, né bæta þjáningar
hennar, þótt vonir séu gefnar um að
haldið verði áfram að reyna í alvöru. En
spítalavistin verður djúpstæð sálræn
reynsla fyrir Sigrúnu, og þeirri reynslu er
miðlað í bókinni.
Sá sem lagður er inn á spítala er með
vissum hætti kominn inn í nýtt samfélag,
kynnist nýju fólki og nýjum aðstæðum,
en hann heldur þó sambandi við fólkið
fyrir utan í heimsóknartíma og með sim-
tölum, og smám saman skynjar hann fleiri
þætti samfélagsins fyrir utan í heiminum
fýrir innan. Lokað samfélag sjúkrahússins
1 Fríða Á. Sigurðardóttir: Sólin og skugginn.
Skuggsjá. Hafnarfirði, 1981.
birtir í hnotskurn ýmis megineinkenni
samfélagsins fyrir utan.
Sólin og skugginn dregur upp skarpa
mynd af andstæðum, eins og nafnið
bendir til: við kynnumst ótta og öryggis-
leysi sem takast á við viljann til lífs og
baráttu, valdi er stillt upp gegn vanmætti,
stofnun gegn einstaklingi, einangrun og
ótta gegn ást og samkennd. Skýrast blasir
hér við lesandanum andstæðan milli
læknis og stofnunar annars vegar og
sjúklinga hins vegar. Þar er um að ræða
málefni sem sjálfsagt er illkleift að gera
nokkra hlutlausa athugun á og umfram
allt fátt sem þeir geta lagt til mála sem
þekkja ekki spítalalíf af eigin raun. Ég geri
ekki ráð fyrir að læknar eða hjúkrunarfólk
skynji aðstöðu sína gagnvart sjúklingum
sem valdaaðstöðu, en hitt er bert bæði af
þessari bók og ýmsum öðrum að margir
sjúklingar skynja stöðu sína á sjúkrahús-
inu sem vanmáttuga og niðurlægjandi.
Styrkur sögunnar felst m.a. í því að höf-
undi tekst mætavel að gefa þessu við-
fangsefni víða skirskotun þannig að
sjúklingurinn og aðstaða hans verður
dæmi fremur en eitthvað einstakt. Þannig
kemur skýrt í ljós að ótti og öryggisleysi
þess sem á í vök að verjast hefur áhrif á öll
samskipti við annað fólk, ekki aðeins
samskipti við þann sem hann lítur á sem
111