Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 29
Úr heimi Ljósvíkingsins
bergs standist nema með afar þröngri skilgreiningu hugtaksins „heiðin“. Hins
vegar segir svo um Sölku Völku að í augum hennar hafi búið allur sá heiðin-
dómur sem maður getur gert sér í hugarlund á íslandi og nærri sömu orð eru
viðhöfð um Jasínu Gottfreðlínu í Heimsljósi. Sé skyggnst um nánar meðal
kvenpersóna í skáldsögum Laxness kemur fljótt í ljós að athugun Wilhelms
Friese á fullan rétt á sér. Minna má á Uu í Kristnihaldi undir Jökli og hinar
errilegu konur undir Jökli. í Gerplu gegna konurnar tvær, Kolbrún og Þórdís,
andstæðu hlutverki í lífi Þormóðar. Kolbrún er konan sem byggir undirdjúpin,
ímynd frumaflanna í lífi hetjunnar, táknmynd hins dimma og óræða, skugga-
legra örlaga. Þórdís er hins vegar tákn gæfu hans, hins bjarta og fagra í lífi hans.
Minna mætti á frú Draummann í Brekkukotsannál og sömuleiðis stúlkuna Blæ
í sama verki, sem leysist upp í vitund Álfgríms er skynjar návist hennar sem
endurkast ósýnilegs ljóss sem leikur um andlit hans eins og „loftið íklætt sál eða
sálin lofti; og ljósi; Blær“,19 eins og komist er að orði í sögunni. í Heimsljósi er
baráttan milli konunnar og Guðs löngu gleymd í þeim skilningi sem fram
kemur í Vefaranum mikla frá Kasmír. Að vísu er guðsmyndin einnig verulega
breytt. Guð er ekki lengur Guð klaustursins sem vill draga manninn út úr hinu
jarðneska, heldur nálgast hann hér í Heimsljósi að vera Guð sköpunarverksins
þótt guðsmynd Heimsljóss sé fyrst og fremst óræðs eðlis.
I Heimsljósi er hugmyndina um andstæðumar Guð annars vegar og hið
jarðneska hins vegar vart að finna nema þá helst í kristindómshugmyndum
Péturs þríhross. Ólafur skynjar hið jarðneska, sköpunarverkið, einmitt sem
farveg hins óendanlega að hefðbundnum kristnum skilningi. í Heimsljósi
samsamast Bera hinni æðstu fegurð, og þeim mun greinilegar sem nær dregur
lokum sögunnar, er hún og fegurðin renna fullkomlega saman í eitt. Að hinu
leytinu er svo eiginkona skáldsins ímynd hinnar nálægu konu og algjör and-
stæða hinnar ónálganlegu og ólýsanlega fögru. Jarþrúður táknar eymd mann-
kynsins, „hún er manneskjan í allri sinni nekt, sjúk, vamarlaus, án vinar“ (II,
105). I þá veru er henni lýst. I flogaveiki hennar endurspeglast hið sjúklega
hjálparleysi mannsins, firring hans og þrotlaus kvöl.
Þær Bera og Jarþrúður, sem báðar sitja í öndvegi 1 lífsskynjun skáldsins,
minna óneitanlega á fylginauta hins sorglega riddara, aðalsmannsins spænska
Don Quichote. Annars vegar er hinn tryggi og sínálægi Sancho Pansa, sem trúir
á riddarann án þess að skilja hann, og hins vegar er svo ímynd hinnar fögru
Dulcineu de Toboso, sem reyndar er aðeins til í hugarheimi hins „tragíska
riddara" eins og hann er ævinlega nefndur í sögunni. — Einnig mætti draga hér
til samanburðar hinn sjúka Myskin fursta Dostojewskijs sem einnig er fylgt af
19