Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 29
Úr heimi Ljósvíkingsins bergs standist nema með afar þröngri skilgreiningu hugtaksins „heiðin“. Hins vegar segir svo um Sölku Völku að í augum hennar hafi búið allur sá heiðin- dómur sem maður getur gert sér í hugarlund á íslandi og nærri sömu orð eru viðhöfð um Jasínu Gottfreðlínu í Heimsljósi. Sé skyggnst um nánar meðal kvenpersóna í skáldsögum Laxness kemur fljótt í ljós að athugun Wilhelms Friese á fullan rétt á sér. Minna má á Uu í Kristnihaldi undir Jökli og hinar errilegu konur undir Jökli. í Gerplu gegna konurnar tvær, Kolbrún og Þórdís, andstæðu hlutverki í lífi Þormóðar. Kolbrún er konan sem byggir undirdjúpin, ímynd frumaflanna í lífi hetjunnar, táknmynd hins dimma og óræða, skugga- legra örlaga. Þórdís er hins vegar tákn gæfu hans, hins bjarta og fagra í lífi hans. Minna mætti á frú Draummann í Brekkukotsannál og sömuleiðis stúlkuna Blæ í sama verki, sem leysist upp í vitund Álfgríms er skynjar návist hennar sem endurkast ósýnilegs ljóss sem leikur um andlit hans eins og „loftið íklætt sál eða sálin lofti; og ljósi; Blær“,19 eins og komist er að orði í sögunni. í Heimsljósi er baráttan milli konunnar og Guðs löngu gleymd í þeim skilningi sem fram kemur í Vefaranum mikla frá Kasmír. Að vísu er guðsmyndin einnig verulega breytt. Guð er ekki lengur Guð klaustursins sem vill draga manninn út úr hinu jarðneska, heldur nálgast hann hér í Heimsljósi að vera Guð sköpunarverksins þótt guðsmynd Heimsljóss sé fyrst og fremst óræðs eðlis. I Heimsljósi er hugmyndina um andstæðumar Guð annars vegar og hið jarðneska hins vegar vart að finna nema þá helst í kristindómshugmyndum Péturs þríhross. Ólafur skynjar hið jarðneska, sköpunarverkið, einmitt sem farveg hins óendanlega að hefðbundnum kristnum skilningi. í Heimsljósi samsamast Bera hinni æðstu fegurð, og þeim mun greinilegar sem nær dregur lokum sögunnar, er hún og fegurðin renna fullkomlega saman í eitt. Að hinu leytinu er svo eiginkona skáldsins ímynd hinnar nálægu konu og algjör and- stæða hinnar ónálganlegu og ólýsanlega fögru. Jarþrúður táknar eymd mann- kynsins, „hún er manneskjan í allri sinni nekt, sjúk, vamarlaus, án vinar“ (II, 105). I þá veru er henni lýst. I flogaveiki hennar endurspeglast hið sjúklega hjálparleysi mannsins, firring hans og þrotlaus kvöl. Þær Bera og Jarþrúður, sem báðar sitja í öndvegi 1 lífsskynjun skáldsins, minna óneitanlega á fylginauta hins sorglega riddara, aðalsmannsins spænska Don Quichote. Annars vegar er hinn tryggi og sínálægi Sancho Pansa, sem trúir á riddarann án þess að skilja hann, og hins vegar er svo ímynd hinnar fögru Dulcineu de Toboso, sem reyndar er aðeins til í hugarheimi hins „tragíska riddara" eins og hann er ævinlega nefndur í sögunni. — Einnig mætti draga hér til samanburðar hinn sjúka Myskin fursta Dostojewskijs sem einnig er fylgt af 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.