Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 41
Úr heimi Ljósvíkingsins
þjáða. I báöum tilvitnununum kemur fram sama hugsun, að fylling mennsk-
unnar náist aðeins á vegi samlíðunarinnar, með því að taka á sig þjáningu þess
sem þjáist. Nú gerir Ólafur Kárason raunar ekki skarpan greinarmun á sínum
eigin þjáningum og þjáningum mannkynsins — en út í þá sálma verður ekki
farið nánar hér.
Samlíðunin er ekki aðeins fólgin í ákveðnu hugarfari, heldur er hún óhugs-
andi án sjálfsafneitunar eða höfnunareigin hamingju ef svo ber undir. En í þeirri
sjálfsafneitun felst engin höfnun á lífinu heldur er grundvöllur þessarar lífsaf-
stöðu þvert á móti hið stóra „já“ til lífsins, þar með þjáningarinnar. Og í þessari
sjálfsafneitun opnast dýpri lífsskynjun. Sú opnun kemur skýrast fram í öðru
atvikinu sem fjallað verður um úr lífi Ólafs Kárasonar, viðskiptum hans við
sýslumann. Þarer jafnframt um að ræða frávik frá fyrirmynd skáldsinseinsog fram
hefur komið. Ólafur hlýtur þá ómannúðlegu meðferð að vera bundinn aftan í
hross og fluttur þannig milli staða. Því fór fjarri að Magnús Hjaltason hlyti slíka
meðferð. En einmitt í þessu atriði er annar hápunktur þjáningar skáldsins. í
sögunni segir svo: „Við ein takmörk hættir maðurinn að skifta skapi, en í stað
þess vex honum annar hæfileiki, í senn hagnýtara vopn og öflugri hlíf: hæfi-
leikinn til að þola“ (II, 191). Skömmu síðar segir: „Ein kemur sú stund að
eingin ofbeldisráðstöfun er framar fær um að snerta metnað yfirbugaðs skálds.
Ólafur Kárason Ljósvíkíngur á ósýnilegan vin, sem aungvum mun nokkru sinni
takast að nefna, hann gerir ekki aðeins tilfinnínguna þeim mun sljórri sem borin
eru á manninn hvassari vopn, heldurber hann lífstein að hverju sári; andliti hins
auðmýkta ljær hann tign sem er ofar þrótti lífsins, svo jafnvel hinn voldugasti
óvinur sýnist hégómlegur“ (II, 191). í þessari reynslu er ekki um að ræða neitt
val Ólafs eins og í fyrra dæminu. Hér er hann aðgerðarlaus þolandi þjáningar-
innar, en einmitt þá kemur skýrar í ljós en annars að hin einmana, persónulega
þjáning opnar nýja vídd í tilvist hans, þar sem hann hittir fyrir hinn ósýnilega vin.
Hér er ekki um að ræða samlíðun.
í þriðja dæminu úr þjáningum Ólafs er hann einnig hlutlaus þolandi, en þá
liggur nærri að þjáning hans beri keim af þjáningum Jarþrúðar. Ólafur hefur
farið erindisleysu um þorpið til þess að fá smíðaða kistu utan um látna dóttur
sína og er á leið heim til sín, þá segir svo í sögunni: „(Hann er) þrátt fyrir alt
þakklátur og feginn að eiga dáið barn og einkasorgir og þarmeð dýpri skilníng á
jarðneskum fallvaltleik, þegar aðrir menn voru svo bundnir verðmætum þessa
auma lífs ...“ (II, 107). í þessum orðum má greina enn eitt viðhorf til
þjáningarinnar, sem felst í áherslu á hreinsunarmætti hennar, þar sem hún
auðveldar manninum að greina milli hins varanlega og hins forgengilega. Hins
31