Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 45
Úr heimi Ljósvíkingsins Platoni, ekki síst í samtali þeirra Sókratesar og Glaukons í „Ríkinu", þar sem þeir ræða um hugtökin réttlæti og ranglæti og þá þverstæðu mannlegs lífs að hinn rangláti maður sé ávallt ‘tilbeðinn’ opinberlega sem hinn réttláti meðan hinn sanni, réttláti maður sé ævinlega í vitund almennings óréttlátur utangarðs- maður sem endi líf sitt á krossi. Krossfesting var dauðarefsing þræla í Aþenu en eiturbikarinn var réttur hinum frjálsa borgara þegar fullnægja skyldi dauða- refsingu. Svipaðar hugmyndir um þjáningar réttlátra eru áberandi í Síð-Gyð- ingdómnum. I bókmenntum nútímans er ekki óalgengt að fjallað sé um þjáninguna sem leið til hjálpræðis án þess að þar sé ævinlega hin kristna von upprisunnar að baki. Olafur Kárason er í ætt við þá sem lifa fyrir fegurðina og vonina en ekki fyrir þjáninguna en geta engu að síður í krafti vonarinnar tekið þjáninguna gilda og svarað henni með „jái“. Hann sver sig í flokk þeirra persóna bókmenntanna sem finna í þjáningunni nýja vídd mannlífsins. Hann er holdtekja þess manns sem afneitar sjálfum sér til þess að finna sjálfan sig, hafnar lífi sínu til þess að finna það, niðurlægir sjálfan sig til þess að verða upphafmn. Hann er skyldur „viskípresti“ Grahams Greene í sögunni Mátturinn og dýrðin, báðir eru þeir ímynd þess máttar, sem „fullkomnast í veikleika",43 þeir lifa í þeirri þverstæðu að þá fyrst þegar búið er að taka allt frá þeim finni þeir hið sanna líf. Hvort Halldóri Laxness hefur tekist að gera lífsskoðun þessa trúverðuga í persónu Ólafs Kárasonar er annað mál sem ekki verður fjallað nánar um í þessari ritgerð. Það er einnig annað mál hvort lífsskoðun þessi sem slík er trúverðug eða ekki. Hitt orkar vart tvímælis, að án þeirrar hefðar innan kristinnar kirkju sem kemur fram í orðunum o crux ave spes unica hefði Ólafur Kárason Ljósvíkingur aldrei fengið að auðga íslenskar bókmenntir. Athugasemdir I ritgerð þessari er stuðst við 3. útgáfu Heimsljóss, sem kom út á vegum Helgafells 1967. Útgáfu þessari er þannig hagað aö 1 fyrri hluta hennar eru tveir fyrstu hlutar skáldsögunnar en í seinni hluta eru tveir síðari þættir sögunnar: „Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins" (bls. 9—132) og „Höll sumarlandsins" (bls. 135—314) tilhcyra fyrri hluta útgáfunnar en „Hús skáldsins" bls. 9—135) og „Fegurð himinsins" (bls. 139—280) þeim síðari. f ritgerðinni eru því tilvitnanir úr fyrri hluta auðkenndar með / fyrir framan blaðsíöunúmerið cn tilvitnanir í seinni hluta með II. Tilvitnanir í Heimsljós eru auðkenndar með blaðsíðutali í sjálfum textanum en annarra tilvitnana og athugasemda er getið hér á eftir. 1 Halldór Laxness, Bókin um skáldsnillínginn, í: Gjörníngabók, Reykjavík 1959, bls. 42f. 2 Wilhelm Grenzmann, Dichtung und Glaube. Probleme und Gestalten der Gegenwartslitera- tur, Frankfurt am Main 1964, 5. útg., bls. 13. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.