Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 53
Hugmyndafrceði Alfýðubókarinnar
dularfull, hvorki óræð né óskilgreinanleg. Dulúð og vísindi eru hér andstæð
skaut. í kaflanum um bækur, þar sem Halldór gagnrýnir dulúðarhneigð í
borgaralegum samtímabókmenntum, segir hann:
„Liggi þéreitthvað á hjarta, sem þér finst mikils við þurfa að kunngera alþjóö, þá
reyndu að afla þér þeirrar þekkingar, sem til þarf að segja það beint út í stað þess
að færa það í nokkur dulklæði.“ (13)
Til að framfarir geti átt sér stað vantar að dómi höfundarins karla og konur,
sem kunna að „byggja hús, að rækta garða, að búa til ætan mat, að setja upp
raftæki, að smíða íslenzk húsgögn, að ala upp munaðarleysingja, að stjórna
alþýðubókasöfnum, að túlka alþýðu vísindi" (134). Hugsunin virðist vera sú að
þekki alþýðan nægilega margar „staðreyndir", geri hún óðara byltingu. Hug-
takið staðreynd hjá Halldóri er kyrrstætt, upplýsingar um málavöxtu — ef ekki
málavextirnir eða aðstæðurnar sjálfar— sem munu halda áfram að vera eins og
þær eru. Það er staðreynd í þessum skilningi að epli fellur til jarðar sé það ekki
hindrað af öðrum hlutum; það er staðreynd í sama skilningi að auðvaldskerfið
dreifir auðæfum jarðar ranglátlega, þ.e.a.s. illa. Og ráðstjórnarfyrirkomulagið er
vísindaleg uppgötvun sömu tegundar og talsíminn. Auk þess sem Halldór
styðst við kyrrstæð hugtök beinist athygli hans iðulega að því fyrst og fremst
sem sést á yfirborðinu, eftir því sem tök eru á, líkt og pósitífískasta grein
sálarfræðinnar, atferlisfræðin, mælir með.
í hugarheimi Halldórs eru staðreyndirnar óhlutdrægar óg hlutlægar, sannar í
sjálfum sér og ofar hagsmunum; hann greinir lítt á milli hugsunar um hlut og
hlutarins sjálfs, sem hlýtur að fela í sér að hugsunin sé kórrétt mynd af
veruleikanum. Dæmi um það að hann ruglar saman hlut og tákni er þegar hann
segir bíltúra upp í sveit hafa leyst landslagsmyndina af hólmi (185). En þótt
Halldór telji staðreyndirnar hagsmunalausar er á honum að skilja að það sé
hagur alþýðu og ekki valdstéttar að fjöldinn fái vitneskju um staðreyndirnar, að
minnsta kosti um vissar staðreyndir. Umræður hans um uppeldisfræði eru ágætt
dæmi um þetta. Á seinni hluta 3. áratugarins var mikið deilt um hvort
heppilegra væri að ala upp börn á barnaheimilum eða inni á heimilum fjöl-
skyldnanna. Halldór aðhylltist uppeldi á stofnunum, þar sem hægt væri að hafa
hjúkrunarkonur og menntaðar fóstrur, — kostirnir við þetta fyrirkomulag voru
að hans viti vísindalega sannaðir. Hann segirað íhaldsmenn hafi haldið því fram
að barninu væri hollara að vera kyrrt hjá móðurinni, en þessu svarar hann
þannig til að móðirin geti einskis betra óskað barni sínu til handa en vísindalegs
uppeldis: „Hitt sæmir einungis flugmönnum auðvaldsins að halda fram því, að
43