Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 55
Hugmyndafrceði Alþýðubókarinnar hans sú að enda þótt borgarafrúmar mótmæli vísindalegu uppeldi fyrir alþýð- una, þá noti þær einmitt þetta vísindalega uppeldi með tilheyrandi læknishjálp, bamfóstrum og menntuðum kennurum, fyrir sín eigin börn. Þetta er vísbend- ing um að Halldór krefjist þess að lágstéttinni sé gert kleift að taka upp lifnaðarhætti hástéttarinnar. Halldór er, svo dæmi sé tekið, hrifinn af því hve margir bandaríkjamenn eiga bifreið. Tæknin er skoðuð sem eitthvað hreint verkfærislegt, og samkvæmt þessu virðist Halldór álíta að hægt sé að nota kapítalíska tækni óbreytta í sósíalísku samfélagi. „Á þessari jörð sem vér lifum á, þarf nefnilega ekkert að spara. (.. .) Hið alleinasta, sem oss vantar á þessari jörð, er fullkomnara stjórnarfar" (131). Krafa Halldórs virðist vera: Skynsamlegri nýtingu! „Vísindalega" stjórn! Höfuðröksemdin fyrir þjóðnýtingu verður þá að hún bæti auðlindanýtinguna og hámarki neysluna. Þannig sýnist mér að víða í Alþýðubókinni renni baráttan fyrir sósíalisma saman við baráttuna fyrir auknum hagvexti. Þegar svo er komið merkir velferð það sama og hagræn velferð. Sósíalistar síðari tíma hafa stundum haft tilhneigingu til að líta svo á að barátta fyrir hagrænni velferð eigi lítið sammerkt með baráttu fyrir raunverulegri velferð: ekki einu sinni myndsegulband tryggir heimilinu vellíðan. I Alþýðu- bókinni ríkir hins vegar það viðhorf að framfarir í framleiðslunni, aukin tækni og neysla stuðli að bættu mannlífi. Listaverkið Oftrú höfundar á tækni kemur líklega einna best fram í ritgerðinni um mál- aralist samtímans, sem hefur yfirskriftina „Myndir“. í tengslum við hana gefst líka kostur á að kanna nánar samhengið milli vísindahugtaks og listhugtaks hjá skáldinu. Fyrsti kafli ritgerðarinnar er tveggja síðna löng tilvitnun í rit Oswalds Spengler, Der Untergang des Abendlandes (Hnignun Vesturlanda), sem var í tísku á jsessum árum. í öðrum kafla gerir Halldór grín að myndlistarmönnum, sem vinna með úrelt verkfæri og leggja það jafnvel á sig að svelta fyrir fáránlegan starfa sinn. „En að hungra í tíu ár fyrir þá hugsjón að búa til myndir eftir aðferðum, sem eru úreltar fyrir meira en hundrað árum, — það er ekki annað en hæsta stig af roluskap" (165). Hann notar þetta ögrandi orðalag, „með úreltum verkfærum“, fjórum sinnum á fjórum fyrstu síðum kaflans; auk þess bætir hann við: „En það var hlegið að mér í hvert sinn, sem ég kom með hina sögulegu skýringu á því, hvernig ljósmyndavélin væri framhaldið á þróunarskeiði blý- antsins eins og bifreiðin á þróunarbraut léttivagnsins“ (163). Myndlistin er tómstundagaman fyrir yfirstéttina, en ljósmyndavélin og kvikmyndin eru list- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.