Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 58
Tímarit Máls og menningar Einn helsti grundvallarvandi endurspeglunarfagurfræðinnar er að sjálfsögðu að hún getur ekki skýrt hvers vegna tvö „heppnuð“ verk eru ekki nákvæmlega eins, og hún getur ekki heldur skýrt vel hvers vegna listamaður ætti að taka sér fyrir hendur að reyna að „tvöfalda" veruleikann með þindarlausu eftirlíkingar- starfi. Það ber að telja Halldóri til hróss að hann tekur með fullri rökvísi afleiðingunum af hugmynd sinni; hann kemst nefnilega að þeirri niðurstöðu að enginn staður sé fyrir listina í hinu tæknivædda og sósíalíska framtíðarsamfélagi. Hér og þar í textanum má sjá að hann er að glíma við þennan vanda, sem hlýtur að hafa mætt nokkuð á honum vegna þess mótsagnakennda við að afneita tilverurétti listamanna og þar með einnig rithöfunda, en starfa um leið sjálfur sem listamaður; en ég kem betur að þessu síðar. I framhaldi af tilvitnuninni hér ofar skrifar Halldór að kvikmyndin hafi „ekki að eins gert andlitsmyndagerðina að fornleifum, heldur einnig sjálfa hina einföldu ljósmynd, eins og hún tíðkaðist á öldinni, sem leið“ (176). Þetta er ágætt dæmi um þá róttæku tæknihyggju, sem hefði að réttu lagi einnig átt að kalla fram þá ályktun að „fornleifar" á borð við blýantinn, bókina, bílinn, skipin og margt fleira séu óafturkallanlega úreltir hlutir. En eins og kunnugt er hafa kjarnorkukafbátar ekki ennþá komið í stað árabáta nema að mjög litlu leyti, né skáldsagan í stað ljóðsins, svo ekki sé minnst á meinbuginn á þeirri hugmynd að í stað „andlitsmyndagerðarinnar" komi röntgenmyndataka. Ég vil nú ítreka það, svo sanngimi sé gætt, að þegar Halldór afsakar hvatvísi sína í formálanum frá 1945 minnist hann sérstaklega á ritgerðina um myndir og segir að vafamál sé hvort hann hafi nokkurn tíma meint hana alvarlega. Þessa afsökun verður að skoða í ljósi deilnanna við Jónas frá Hriflu á þeim tíma er formálinn var skrifaður. Halldór var snemma á bandi abstraktmálaranna, og hann átaldi rússa fyrir vonda myndlist þegar í Gerska œfmtýrinu og svo aftur og enn hvassar í Reisubókarkomi. En þetta skiptir auðvitað engu sérstöku máli í sambandi við Alþýðubókina. Halldór trúði nægilega mikið á hlutlægnishyggj- una eða endurspeglunarfagurfræðina til þess að setja þvílíkar hugmyndir á blað, enda voru svona skoðanir algengar á þessum tíma. Og það sem meira er: endurspeglunarfagurfræðin fellur eins og flís við rass við meginið af öðrum hugmyndum hans, til dæmis skoðanir á skáldsögutækni og ljóðagerð. Þessi fagurfræði hentaði vel anda tæknihyggjunnar í Sovétríkjunum og hún féll vel að skólastískum hugsunarhætti sem fékk vissa endurreisn með Lenín. En um leið auðveldaði þetta fagurfræðiviðhorf afturhaldsöflunum að fordæma alla myndlist samtímans að frátöldum þeim myndum se einræðisherrar létu búa til sér til dýrðar. 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.