Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 69
Hugmyndafrcsði Alpýðubókarinnar
komið nema að mjög takmörkuðum notum í sjávarplássinu. Að sögn Kristófers
Torfdal hefur hann skáldagáfu, og sé það rétt er kannski ósanngjarnt að ætlast til
að hann eyði dögum sínum á bak við búðarborð kaupfélagsins. Þetta mál ereinn
höfuðvandi sögunnar og hlýtur að hafa verið brennandi spurning fyrir höf-
undinn. A hann að komast hjá því að ánetjast valdstéttinni með því að lifa innan
um alþýðufólk og taka þátt í daglegum störfum þess? Eða á hann að komast hjá
því með því að viðurkenna tilhneigingar sínar til skáldskapar og rækta þær í
þeim tilgangi að skrifa um alþýðuna og lofa hana? Taki hann síðari kostinn
heyrir hann ef til vill ekki lengur öreigastéttinni til. I sálarkreppu segir Arn-
aldur:
„Menntaður maður í borgaralegu þjóðfélagi, hann skapar sér aðstöðu glæfra-
mannsins gagnvart fólkinu. Það er aldrei nema hálfur sannleiki í þeim fortölum,
sem menntamaðurinn beitir, þegar hann narrar fólkið til dáða og flytur því
hugsjónir, sem eru fyrir ofan höfuðið á því.“ (II 260).
Annar hluti Sölku Völku heitir Fug/inn ífjörunni. Hvernig stendur á þessu
nafni? Þrisvar sinnum er gefið í skyn í bókinni að Arnaldur sé þessi fugl, fyrst
þegar hann líkir sér sjálfur við fugl (II 194), aftur þegar Guja gerir það (II 311)
og í þriðja sinn í bókarlok:
„Og nú er krían farin, flæðarmálið dapurt eins og hinar yndislegu hreyfingar
hennar hefðu aldrei átt sér stað. Æðurinn er líka á bak og burt, þessi andheiti
dúnmjúki fugl, sem býr sér verðmikil hreiður. Ó. Ó. Ó. Voða. Voða. Hann er
horfinn. Eftir eru aðeins nokkrir vængbreiðir, nöturlegir máfar á sveimi, fuglar
vetrarins, þeir hinir sömu, sem verptu eggjum sínum á naktar klettasyllurnar í
vor.“ (II 362).
Fuglinn getur ferðast milli staða í loftinu. Ferðalög eru forréttindi í heimi
Sölku Völku og það er ekki á færi nema auðmanna að ferðast, auk Arnalds. För
Sölku og móður hennar í upphafi sögunnar er heitið til Reykjavíkur, en þær
komast aldrei á leiðarenda. Kaupmannsfjölskyldan er hins vegar stöðugt í
ferðalogum.
Fuglinn er á ákveðinn hátt „markafyrirbæri". Fuglamir í Sölku Völku eru
yfirleitt fjörufuglar, sem hafast við á mörkum lands og sjávar. Þá er miðað við
lárétta fleti; en staðsetning fuglsins á mörkum í lóðréttum fleti er að minnsta
kosti jafn þýðingarmikil í myndmáli Sölku Völku. Staður fuglsins er á milli
himins og jarðar. Textann má lesa þannig að Arnaldur sé einmitt mitt á milli
himinsins, sem táknar hástéttina, og jarðarinnar, sem táknar lágstéttina. Hann
finnur að hann heyrir í raun réttri til alþýðunni—jörðinni, en er hann reynir að
búa með fulltrúa hennar, Sölku, verður hann þess áskynja að hann þolir ekki
59