Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 79
Um trú og vantrú dæmi um víddir þar sem ég væri illa úti að aka án trúar. Já án hennar færi ég á mis við flest það sem heillar mig mest. Trúleysi er andleg fátækt. En trú í þessum skilningi er ekki guðstrú nema sagt sé, að guð sé allt hið óþekkta, án vilja og heildarskipulags — sem guðstrúuðum og þá ekki síst kristnum þykir að sjálf- sögðu fremur þunnur þrettándi. En þessi trú mín veldur því samt sem áður að ég á meiri samleið með guðstrúuðum en öllum þeim sem lokast hafa inní svokölluðum vísindum og mestan svip setja á okkar tíma. Af þessum ástæðum og öðrum, sem síðar verða raktar, læt ég mér ekki í léttu rúmi liggja hvort og hverju íslendingar trúa. Páll bendir réttilega á ýmis atriði sem sýna hversu hæpið er að telja íslendinga alfarið kristna þótt yfirgnæfandi meirihluti þeirra sé skráður til þjóðkirkjunnar: sljóleika þeirra og sinnuleysi um „eiginlega trú“, vanþekkingu þeirra á kristinni kenningu og ræktarleysi við hana, margskonar hjátrú „sem brýtur algerlega í bága við kristna kenningu“, og fleira. En hann spyr sig ekki að neinu marki hvernig á þessu standi hvaðþá hann leiti svara í hugsanlegum ófullkomleika kirkjunnar og kristinnar kenningar. Forsendur hans virðast mér vera: 1) ágæti kristinnar kenningar er óvéfengjanlegt og 2) þjóðkirkjan er kristin og sannur boðberi fagnaðarerindisins. Hann segir meðal annars: . . . okkur íslendingum er ósjálfrátt tamt frá fornu fari að gera skarpan greinar- mun á kirkjunni annars vegar, á kristinni trú hins vegar. Mörg okkar vanrækja með öllu kirkjuna og eru jafnvel á móti flestu eða öllu því sem kirkjunnar menn aðhafast — en telja sig engu að síður kristinnar trúar. Er hægt að játa einlæglega og í alvöru trú á Jesú Krist sem frelsara okkar og þjáningarbróður — án þess að taka virkan þátt í lífi þeirrar kirkju sem hann stofnaði og vera jafnvel á móti henni? Ég held ekki: trúarlíf sitt fær enginn ræktað og þroskað nema í samfélagi þar sem menn deila sannfæringu sinni með öðrum og gangast undir ákveðna siði og reglur sem leggja þeim skyldur á herðar. Kirkjan er slíkt samfélag kristinna manna og það er því einungis með því að taka þátt í lífi hennar og starfi sem mönnum er unnt að rækta kristna trú sína. Spurninguna: eru íslendingar kristnir? getum við því orðað: Hversu mörg okkar játa raunverulega trú á Jesú Krist með virkri þátttöku í lífi og starfi kirkjunnar? Allavega gerum við það ekki öll, sennilega einungis lítill hluti þjóðarinnar. í þeim skilningi eru íslendingar sem ein heild ekki kristnir. Sú staðreynd að íslendingar gera í reynd svo skarpan greinarmun á kirkju og kristni veldur í senn trúarlegri firringu meðal landsmanna og óheilindum gagn- vart kristinni kenningu: íslendingar eru kristnir, ef ég má orða það svo, ánpess aó vera pað. Og það sem meira er, þeir laga ótal hugmyndir og skoðanir, sem eiga 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.