Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar samtímanum, ef kristni skyldi kalla, mótast umfram allt af gagnrýnislausri aðlögun þeirra að þróun kapítalismans og þeirrar menningar sem er í senn forsenda hans og fylgifiskur og verður útþynntari og yfirborðskenndari með hverju ári. Sú kirkja sem gefur sig undir hana viðurkennir með því trú sína sem aukaatriði og afsalar sér um leið öllum möguleikum á að boða hana sem eitthvað annað og meira; ekki aðeins vegna eigin afstöðu heldur líka, og ekki síður, vegna þess að útúr hakkavél þessarar menningarþróunar kemur persónu- leiki sem er tilfinningalega svo grunnur, eða bæklaður, að hann er lítt hæfur til trúar. Hann skortir kannski ekki þekkingu og vilja til að trúa, en að öðru leyti er andi hans ekki til staðar og þarafleiðandi ekki reiðubúinn. Guð hans verður í besta falli taugaveiklunarhaldreipi eða uppbót á það líf sem maðurinn lifir ekki hið innra með sér, nokkurskonar hækja hans í vonlausri viðleitni til að stækka með hjálp „lífsgæðanna“. Hér á landi, einsog um allan hinn vestræna heim, er djúprætt trú aðeins fræðilegur möguleiki fyrir þorra fólks. Því trú er spurning um tilfinningalegt frelsi, einsog segir áðurnefndur Paul Tillich. Þá er því við að bæta, að tilfinningalegt frelsi (eða téttara sagt eitthvað í þá áttina) er lúxus sem kapítalisminn er alsendis ófær um að framleiða, hann getur aðeins alið af sér og gert sér mat úr skorti hans. Andvaraleysi kirkjunnar gagnvart þessari þróun stafar ekki aðeins af vangetu, þröngsýni og ástarsambandi hennar við ríkisvald sem ekki -verður sagt að stjórnist af mannkærleika einum saman, heldur á það sér rætur í þeirri lög- hyggju frumkristninnar sem rekja má afturí heimsmynd hinna fomu hebrea: það sem gerist er óhjákvæmilegt af því að það er hluti af guðlegri forsjón, og því sem mun gerast verður ekki breytt nema með því að hafa áhrif á hana. Sem kunnugt er kom Kristur ekki til að afnema þessi „sannindi“ heldur til að uppfylla þau. Síðan þá eru þau einn af hornsteinum trúarkerfisins og samofin þeirri frumreglu sem segir: keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er — semsé viðurkenningu á tvískiftingu valdsins í veraldlegt og geistlegt, tvískiftingu mannlegs veruleika í trúarbrögð og stjómmál. Af þessu og öðru leiddi það sem kalla má samnefnara allra hinna kristnu menningarbrota: þol- andaháttur gagnvart sögulegri framvindu. Það er ekki fyrr en á þessari öld að það hvarflar alvarlega að einstaka kristnum mönnum að þeir beri, sem trúaðir, ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu og þar með sögunni. Og má með sanni segja að það sé ekki seinna vænna þegar hinir veraldlegu stórvaldhafar virðast stefna að tortímingu okkar allra. Enn sem komið er virðist mér þó að kristnir menn á íslandi sofi undantekn- ingarlítið nokkuð sælir í þeim huggulegheitum sem þeir kenna við frelsara sinn. 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.